Fótbolti

Deulofeu valinn í spænska landsliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gerard Deulofeu þótti standa sig með prýði hjá Everton í vetur.
Gerard Deulofeu þótti standa sig með prýði hjá Everton í vetur. Vísir/Getty
Gerard Deulofeu hefur verið valinn í spænska landsliðshópinn fyrir vináttulandsleik gegn Bólivíu í Sevilla 30. maí.

Deulofeu er alinn upp hjá Barcelona, en lék sem lánsmaður með Everton á nýafstöðnu tímabili. Hann skoraði þrjú mörk og gaf þrjár stoðsendingar í þeim 25 leikjum sem hann lék í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Valið á Deulofeu, sem hefur leikið fyrir öll yngri landslið Spánar, kemur nokkuð á óvart, en hann var ekki í 30 manna hópnum sem Vicente del Bosque tilkynnti fyrr í mánuðinum.

"Við þurfum ekki að skila inn endanlegum lista til FIFA fyrr en 2. júní, svo það er engin ástæða til að gera það fyrr," sagði del Bosque á blaðamannafundi í dag, en endanlegur hópur Spánar mun telja 23 leikmenn.

Eins og áður sagði mæta heims- og Evrópumeistarnir Bólivíu 30. maí. Rúmri viku síðar mæta þeir El Salvador í öðrum vináttulandsleik, en alvaran hefst 13. júní þegar Spánn mætir Hollandi í fyrsta leik sínum á HM.


Tengdar fréttir

Torres og Juan Mata í 30 manna HM-hópi Spánverja

Vicente del Bosque, þjálfari heimsmeistara Spánverja, hefur valið 30 manna æfingahóp sinn fyrir HM í Brasilíu í sumar. Einn nýliði er óvænt í hópnum hans en sá heitir Ander Iturraspe.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×