Rússland mun virða útkomu kosninga í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2014 20:50 Vladimír Pútín var í Sankti Pétursborg í dag. Vísir/AP Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að stjórnvöld í Rússlandi myndu virða niðurstöðu forsetakosninga í Úkraínu, sem fara fram á sunnudaginn. Hann sagðist einnig vona að nýr forseti myndi stöðva hernaðaraðgerðir gegn aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu. Í dag mögnuðust bardagar á milli Úkraínuhers og aðskilnaðarsinna, en samkvæmt tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Úkraínu, féllu yfir 20 aðskilnaðarsinnar og einn hermaður. Blaðamenn AP fréttaveitunnar sáu þar að auki þrjú lík í dag, Í Donetsk. Samkvæmt ráðuneytinu réðust allt að 500 manns á bílalest hermanna í gær og stóð bardagi yfir klukkutímum saman. Þetta gerðist í Luhansk héraði Úkraínu sem hefur lýst sjálfstæði frá landinu, en þær gátu ekki verið sannreyndar af AP. Starfandi forseti Úkraínu hvatti í dag alla íbúa landsins til að taka þátt í kosningunum, en óvíst er hvort kosið verði í austurhluta landsins. Átök og hótanir gegn kosningastarfsmönnum hafa ollið óvissu á svæðinu. Pútín hélt ræðu í Sankti Pétursborg í dag þar sem hann sagði að stjórnvöld í Rússlandi myndu eiga í samstarfi við nýjan forseta Úkraínu. Hann sagði Rússland vilja frið og reglu í nágrannaríki sínu. Hann talað einnig um að lagfæra samband Rússlands og Bandaríkjanna, sem og samband Rússlands við 28 ríki Evrópusambandsins. Bandaríkin og ESB hafa beitt töluverðum viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi á undanförnum vikum og mánuðum. Einnig hefur Rússum verið hótað frekari þvingunum muni þeir ekki virða niðurstöðu forsetakosninganna. Forsetaframbjóðendur eru 21 talsins en samkvæmt könnunum er Petro Poroshenko með mest fylgi. Greinendur AP fréttaveitunnar segja hann hliðhollan vesturveldunum.Íbúi í austurhluta Úkraínu er hér fyrir utan hús sitt þar sem sprengja lenti á dögunum.Vísir/AP Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að stjórnvöld í Rússlandi myndu virða niðurstöðu forsetakosninga í Úkraínu, sem fara fram á sunnudaginn. Hann sagðist einnig vona að nýr forseti myndi stöðva hernaðaraðgerðir gegn aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu. Í dag mögnuðust bardagar á milli Úkraínuhers og aðskilnaðarsinna, en samkvæmt tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Úkraínu, féllu yfir 20 aðskilnaðarsinnar og einn hermaður. Blaðamenn AP fréttaveitunnar sáu þar að auki þrjú lík í dag, Í Donetsk. Samkvæmt ráðuneytinu réðust allt að 500 manns á bílalest hermanna í gær og stóð bardagi yfir klukkutímum saman. Þetta gerðist í Luhansk héraði Úkraínu sem hefur lýst sjálfstæði frá landinu, en þær gátu ekki verið sannreyndar af AP. Starfandi forseti Úkraínu hvatti í dag alla íbúa landsins til að taka þátt í kosningunum, en óvíst er hvort kosið verði í austurhluta landsins. Átök og hótanir gegn kosningastarfsmönnum hafa ollið óvissu á svæðinu. Pútín hélt ræðu í Sankti Pétursborg í dag þar sem hann sagði að stjórnvöld í Rússlandi myndu eiga í samstarfi við nýjan forseta Úkraínu. Hann sagði Rússland vilja frið og reglu í nágrannaríki sínu. Hann talað einnig um að lagfæra samband Rússlands og Bandaríkjanna, sem og samband Rússlands við 28 ríki Evrópusambandsins. Bandaríkin og ESB hafa beitt töluverðum viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi á undanförnum vikum og mánuðum. Einnig hefur Rússum verið hótað frekari þvingunum muni þeir ekki virða niðurstöðu forsetakosninganna. Forsetaframbjóðendur eru 21 talsins en samkvæmt könnunum er Petro Poroshenko með mest fylgi. Greinendur AP fréttaveitunnar segja hann hliðhollan vesturveldunum.Íbúi í austurhluta Úkraínu er hér fyrir utan hús sitt þar sem sprengja lenti á dögunum.Vísir/AP
Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira