Afmæli elsta Íslendings landsins Linda Blöndal skrifar 23. maí 2014 18:58 „Það á að lifa lífinu og teysta guði,” segir Guðríður Guðbrandsdóttir sem í dag heldur upp á 108 ára afmælið. Guðríður er elst allra Íslendinga. Aðeins fjórir Íslendingar, allt konur, hafa náð svo háum aldri. Stöð tvö heimsótti hana í dag þar sem hún hélt með fjölskyldunni upp á afmælið á heimili tengdadóttur sinnar. Átta ára í fyrri heimstyrjöldinni Guðríður var ein af ellefu systkinum, fædd í Dalasýslunni og ólu hún og eiginmaður hennar upp þrjú börn. Fjölskyldan er stór. Barnabörnin eru 11, barnabarnabörnin 29 og barnabarnabarnabörnin 13 að tölu. Guðríður flutti þrítug til Reykjavíkur en bjó áður um tíma í Búðardal með eiginmanni sínum sem var skósmiður. Besta breytingin var að fá rafmagn, segir hún en Guðríður fæddist árið1906 á Heimastjórnartímanum þegar ýmsar framfarir urðu. Til dæmis sendi Hannes Hafstein ráðherra þá fyrsta símskeytið héðan til konungs. Þegar Guðríður var átta ára braust fyrri heimstyrjöldin út. Hún man eftir erfiðleikum og að vegna stríðsins áttu hún ekki neina skó þegar hún fermdist eða almennileg föt. Hún rifjar líka upp að þegar hún fékk kosningarétt gat hún samt ekki kosið. Þegar hún mætti í fyrsta sinn á kjörstað hafði gleymst að setja hana á kjörskrá og ekkert var úr því bætt. Best að drekka hvorki né reykja Það er best að vera jákvæður og ekki drekka áfengi og reykja eða gera nokkuð sem er vont fyrir mann, segir Guðríður þótt hún segist sposk eitt sinn hafa ákveðið að byrja að reykja en einhvern veginn bara hætt við. Spurð að því hvernig sé að ná svo háum aldri þá segist Guðríður helst syrgja vini og kunningja sem fallnir eru frá, einnig systkini sín tíu talsins sem eru dáin og ekki síst börnin sín þrjú sem eru líka öll látin. Hún segist stundum horfa á fréttir en ekki fylgjast mikið með þjóðmálunum. Guðríður vann alla tíð heima við og er minnug og heilsuhraust. Hún segist vera ánægð með aldurinn og njóta þess að eiga góða fjölskyldu. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
„Það á að lifa lífinu og teysta guði,” segir Guðríður Guðbrandsdóttir sem í dag heldur upp á 108 ára afmælið. Guðríður er elst allra Íslendinga. Aðeins fjórir Íslendingar, allt konur, hafa náð svo háum aldri. Stöð tvö heimsótti hana í dag þar sem hún hélt með fjölskyldunni upp á afmælið á heimili tengdadóttur sinnar. Átta ára í fyrri heimstyrjöldinni Guðríður var ein af ellefu systkinum, fædd í Dalasýslunni og ólu hún og eiginmaður hennar upp þrjú börn. Fjölskyldan er stór. Barnabörnin eru 11, barnabarnabörnin 29 og barnabarnabarnabörnin 13 að tölu. Guðríður flutti þrítug til Reykjavíkur en bjó áður um tíma í Búðardal með eiginmanni sínum sem var skósmiður. Besta breytingin var að fá rafmagn, segir hún en Guðríður fæddist árið1906 á Heimastjórnartímanum þegar ýmsar framfarir urðu. Til dæmis sendi Hannes Hafstein ráðherra þá fyrsta símskeytið héðan til konungs. Þegar Guðríður var átta ára braust fyrri heimstyrjöldin út. Hún man eftir erfiðleikum og að vegna stríðsins áttu hún ekki neina skó þegar hún fermdist eða almennileg föt. Hún rifjar líka upp að þegar hún fékk kosningarétt gat hún samt ekki kosið. Þegar hún mætti í fyrsta sinn á kjörstað hafði gleymst að setja hana á kjörskrá og ekkert var úr því bætt. Best að drekka hvorki né reykja Það er best að vera jákvæður og ekki drekka áfengi og reykja eða gera nokkuð sem er vont fyrir mann, segir Guðríður þótt hún segist sposk eitt sinn hafa ákveðið að byrja að reykja en einhvern veginn bara hætt við. Spurð að því hvernig sé að ná svo háum aldri þá segist Guðríður helst syrgja vini og kunningja sem fallnir eru frá, einnig systkini sín tíu talsins sem eru dáin og ekki síst börnin sín þrjú sem eru líka öll látin. Hún segist stundum horfa á fréttir en ekki fylgjast mikið með þjóðmálunum. Guðríður vann alla tíð heima við og er minnug og heilsuhraust. Hún segist vera ánægð með aldurinn og njóta þess að eiga góða fjölskyldu.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira