Innlent

Tillaga um styttri vinnuviku samþykkt

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sóley Tómasdóttir, oddviti VG í Reykjavík
Sóley Tómasdóttir, oddviti VG í Reykjavík VISIR/DANIEL
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag borgarstjórnartillögu Vinstri grænna um að setja á laggirnar starfshóp sem hafi það að markmiði að útfæra tilraunaverkefni um styttingu vinnudags án launaskerðingar.

Markmiðið með verkefninu verður að kanna áhrifin á heilsu, vellíðan, starfsanda og þjónustuna, bæði með tilliti til gæða og hagkvæmni.

Borgarritara er falið að skipa starfshópinn, en í honum verður fólk með sérfræðiþekkingu á sviði vinnuverndar, lýðheilsu og mannauðsmála, auk kjörinna fulltrúa.

Þegar starfsstaður hefur verið ákveðinn, verður svo haft samráð við fulltrúa viðkomandi stéttarfélaga um útfærslu. Starfshópnum er ætlað að skila tillögu um starfsstað og útfærslu fyrir 1. október næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×