Lífið

Gangnam style rýfur 2.000.000.000 múrinn á Youtube

Birta Björnsdóttir skrifar
Psy er sáttur með lífið.
Psy er sáttur með lífið.
Það er örugglega flestum ljúft að rifja upp alheimsslagarann Gangnam Style úr smiðju Suður-Kóreska tónlistarmannsins Psy, sem náði þeim árangri í dag að vera það myndband sem langsamlega oftast hefur verið horft á á vefsíðunni YouTube.

Áhorf eru nú komin yfir tvo milljarða og það á eingöngu við um upprunalega tónlistarmyndbandið, ekki öll þau ógrynni af eftirhermum af laginu sem finna á á sömu myndbandaveitu.

Og samkeppnin um toppsætið er ekki hörð, í öðru sæti er myndband Justin Bieber við lag sitt Baby, með um einn milljarð áhorfa.

Búið er að mæta litlum teiknuðum fígúrum við hliðina á tölunni sem sýnir hversu oft hefur verið horft á myndbandið. Í athugasemd við myndbandið er Psy óskað til hamingju af Youtube.

Hér að neðan má svo sjá þetta vinsælasta myndband vefsíðunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×