Lítur málið alvarlegum augum 8. júní 2014 20:30 Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari segist líta það alvarlegum augum að mistök hafi verið gerð þegar upptökum af símtölum milli verjenda og sakborninga var ekki fargað í málum hjá embættinu. Trúnaðarsamband verjenda og sakborninga er heilagt og lögreglu er óheimilt að hlusta á samtöl milli þeirra. Þetta trúnaðarsamband er forsenda þess að hinn ákærði njóti raunhæfrar varnar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Ímon-málinu er því slegið föstu að sérstakur saksóknari hafi brotið lög þegar símtöl verjenda og sakborninga voru hleruð og upptökum ekki fargað. En þetta gerðist í fleiri málum. Þannig komst verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar í Al-Thani málinu að því fyrir tilviljun að samtöl þeirra hefðu verið hleruð. „Í raun er það þannig að þegar hlustun er sett upp þá fær embættið upplýsingar um símtalið þegar símtalinu er lokið,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. „Síðan þegar farið er yfir þessi símtöl og hlustað hefur verið á þau, þá er það verklag viðhaft að merkja alveg sérstaklega við símtöl sem verjendur eiga við skjólstæðinga sína, merkt til eyðingar. Það virðist hafa farið fyrir í þessu máli.“ Ólafur segir að alvarleg mistök hafi átt sér stað þegar símtöl milli verjenda og sakbornings voru hleruð í nokkrum málum. Ólafur Þór segir að endurskoða þurfi verklag í samræmi við athugasemdir frá embætti ríkissaksóknara. Aðspurður hvort ekki hefði verið hægt að fyrirbyggja mistökin með því að koma sér upp tækni sem síar út þessi símtöl segir Ólafur Þór að fara þurfi yfir það. Þess skal getið að engin símtöl hafa verið hleruð í þágu rannsókna hjá sérstökum saksóknara frá ársbyrjun 2013. Til stendur að embættið starfi út þetta ár áður en það verður lagt niður eða eðli þess breytt í embætti saksóknara efnahagsbrota, samkvæmt skýrslu innanríkisráðherra sem kom út í fyrra. Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari segist líta það alvarlegum augum að mistök hafi verið gerð þegar upptökum af símtölum milli verjenda og sakborninga var ekki fargað í málum hjá embættinu. Trúnaðarsamband verjenda og sakborninga er heilagt og lögreglu er óheimilt að hlusta á samtöl milli þeirra. Þetta trúnaðarsamband er forsenda þess að hinn ákærði njóti raunhæfrar varnar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Ímon-málinu er því slegið föstu að sérstakur saksóknari hafi brotið lög þegar símtöl verjenda og sakborninga voru hleruð og upptökum ekki fargað. En þetta gerðist í fleiri málum. Þannig komst verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar í Al-Thani málinu að því fyrir tilviljun að samtöl þeirra hefðu verið hleruð. „Í raun er það þannig að þegar hlustun er sett upp þá fær embættið upplýsingar um símtalið þegar símtalinu er lokið,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. „Síðan þegar farið er yfir þessi símtöl og hlustað hefur verið á þau, þá er það verklag viðhaft að merkja alveg sérstaklega við símtöl sem verjendur eiga við skjólstæðinga sína, merkt til eyðingar. Það virðist hafa farið fyrir í þessu máli.“ Ólafur segir að alvarleg mistök hafi átt sér stað þegar símtöl milli verjenda og sakbornings voru hleruð í nokkrum málum. Ólafur Þór segir að endurskoða þurfi verklag í samræmi við athugasemdir frá embætti ríkissaksóknara. Aðspurður hvort ekki hefði verið hægt að fyrirbyggja mistökin með því að koma sér upp tækni sem síar út þessi símtöl segir Ólafur Þór að fara þurfi yfir það. Þess skal getið að engin símtöl hafa verið hleruð í þágu rannsókna hjá sérstökum saksóknara frá ársbyrjun 2013. Til stendur að embættið starfi út þetta ár áður en það verður lagt niður eða eðli þess breytt í embætti saksóknara efnahagsbrota, samkvæmt skýrslu innanríkisráðherra sem kom út í fyrra.
Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira