Fótbolti

Höfum ekki þorað að leika okkur á grasinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristinn V. Jóhannsson er vallarstjóri á Laugardalsvelli.
Kristinn V. Jóhannsson er vallarstjóri á Laugardalsvelli. Vísir/Pjetur og aðsend
Ísland mætir Eistlandi á Laugardalsvelli í kvöld en þá verður spilað á grasvellinum í fyrsta sinn eftir að hann eyðilagðist í vetrarhörkunni.

Grasvellir á höfuðborgarsvæðinu og víðar komu margir mjög illa undan vetri eins og knattspyrnuáhugamenn hafa fengið að kynnast í vor. Margir leikir á Íslandsmótunum hafa verið færðir til og spilaðir á gervigrasvöllum.

Það kom ekki til greina fyrir landsleikinn og ekkert annað í boði en að láta hann fara fram á þjóðarleikvanginum. Vallarstarfsmenn hafa því unnið hörðum höndum að því að sá fyrir nýju grasi og koma honum í stand með skömmum fyrirvara.

„Manni líður svona ágætlega,“ sagði Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar. „Hann hefði vissulega mátt vera betri en fyrst og fremst er maður þakklátur fyrir að Lars [Lagerbäck] og Heimir [Hallgrímsson] æfðu ekkert á vellinum.“

Kristinn segir að forráðamenn eistneska landsliðsins hafi einnig fallist á að æfa annars staðar en á keppnisvellinum og að það hafi ekki verið mikill þrýstingur frá Frömurum um að komast þar að. Fyrir það sé hann þakklátur.

„Svo hefur veðrið verið lygilegt - hiti, sól og rigning inn á milli. Næturfrostið hefur verið lítið þar að auki. Það hefur því allt gengið samkvæmt áætlun.“

Hann segir lítið annað hægt að gera en að vona það besta í kvöld en völlurinn verður svo skoðaður að nýju á morgun og metinn fyrir framhaldið.

Svona leit Laugardalsvöllur út þann 14. maí. Vísir/Pjetur
„Við erum búnir að panta nýja sáningu sem kemur á morgun. Síðasta sáning hefur verið að koma virkilega vel upp þó svo að það séu nokkrir slæmir blettir hér og þar.“

Kristinn óttast þó ekki að grasið muni eyðileggjast á ný í kvöld. „Það kemur þá bara í ljós. Við höfum ekkert látið reyna á hann og ekki einu sinni þorað sjálfir að leika okkur á grasinu. Það er rigningaspá fyrir kvöldið og viðbúið að völlurinn verði blautur.“

„Það eina sem ég hef áhyggjur af er að leikmennirnir sem spila leikinn í kvöld eru flestir atvinnumenn. Leikmenn hér heima þekkja aðstæður vel en þessir strákar eru ekki vanir þessu.“

Kristinn segir enn óljóst hvort að Fram fái að spila á vellinum gegn Keflavík þann 10. júní. Þá spilar kvennalandslið Íslands gegn Möltu í undankeppni HM 2015 þann 19. júní.

„Við vonum bara það besta. Það sem mestu skiptir er að hér hefur verið unnið dag og nótt við að hafa þetta sem best.“


Tengdar fréttir

Eiður enn inn í myndinni

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í gær.

Laugardalsvöllur nánast ónýtur

Nú þykir ólíklegt, og nánast vonlaust, að Fram leiki heimaleiki sína í Pepsí–deildinni á Laugardalsvelli í maí. Fari svo þurfa knattspyrnumenn í Fram að leita annnað.

Kári æfði ekki í dag

Fótboltalandsliðið æfði aftur í Þorlákshöfn fyrir vináttuleikinn gegn Eistlandi annað kvöld.

Markmiðið er að taka næsta skref

Kolbeinn Sigþórsson er líklega á förum frá Ajax í sumar eftir þriggja ára dvöl í Amsterdam. Hann er opinn fyrir helstu deildum Evrópu.

Vellirnir að koma misvel undan vetri

Vallarstjórar liða í Pepsi-deild karla biðja nú til veðurguðsins að hann gefi góðan apríl. Ef tíðin lagast ekki á næstu vikum er ljóst að ástanda margra valla í deildinni verður slæmt þegar flautað verður til leiks í byrjun maí. Menn eru misbjartsýnir á f

Þarf að lífga grasið í Laugardalnum við

Þjóðarleikvangurinn mjög illa farinn eftir erfiðan vetur en unnið er í honum.Óvíst hvort Framarar fái að spila heimaleik á Laugardalsvelli í maímánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×