Ísgöng í Langjökli opnuð á næsta ári Hrund Þórsdóttir skrifar 3. júní 2014 20:00 Unnið er að gerð ísganga í Langjökli sem verða þau stærstu í Evrópu. Stefnt er að opnun næsta vor og í göngunum fá ferðamenn fágæta innsýn í gerð og þróun jökla. Ísgöngin verða í vestanverðum Langjökli í um 1260 metra hæð yfir sjávarmáli. Fullgerð verða þau á meðal stærstu manngerðu ísganga í heimi og ganga gestir um 500 metra leið í þeim og fara um 30 metra undir yfirborð jökulsins. Munu þeir meðal annars sjá hvernig íssprungur lokast og hvernig sólarljósið þrengir sér niður á margra tuga metra dýpi. Í göngunum verða ýmsir afkimar með sýningum og veitingasölu og hægt verður að leigja þau, til dæmis undir brúðkaup. „Við áætlum að opna í maí 2015 og gerum ráð fyrir 25 til 30 þúsund ferðamönnum á næsta ári,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Ísganganna.Ari Trausti Guðmundsson er jarðvísindalegur ráðunautur verkefnisins og hann segir merkilegt hvað göngin verði stór og að þau verði í hveljökli sem séu fáir í heiminum. Þá verði þau hátt uppi í jöklinum svo allar umhverfisbreytingar séu tiltölulega hægar. Ari segir aðspurður að göngin samræmist umhverfissjónarmiðum enda sé jökullinn afar stór. „Hann er 190 milljarðar rúmmetra og þetta eru sjöþúsund rúmmetrar sem verða grafnir. Ég hef líkt þessu við að taka tvo dropa með dropateljara úr fullu baðkari.“ Göngin verða opin átta mánuði ársins og styrkja því heilsársferðaþjónustu. Hönnunin er þannig að hrun er mjög ólíklegt og miklar kröfur verða gerðar um öryggi bæði á jöklinum og í göngunum sjálfum. „Það verða daglegar mælingar til að fylgjast með öllum óvæntum hreyfingum í jöklinum og fólk ferðast þarna upp eftir með átta hjóla trukkum sem eru mjög stórir og öflugir. Það þarf mikið að ganga á svo að eitthvað klikki þar, segir Sigurður. Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Unnið er að gerð ísganga í Langjökli sem verða þau stærstu í Evrópu. Stefnt er að opnun næsta vor og í göngunum fá ferðamenn fágæta innsýn í gerð og þróun jökla. Ísgöngin verða í vestanverðum Langjökli í um 1260 metra hæð yfir sjávarmáli. Fullgerð verða þau á meðal stærstu manngerðu ísganga í heimi og ganga gestir um 500 metra leið í þeim og fara um 30 metra undir yfirborð jökulsins. Munu þeir meðal annars sjá hvernig íssprungur lokast og hvernig sólarljósið þrengir sér niður á margra tuga metra dýpi. Í göngunum verða ýmsir afkimar með sýningum og veitingasölu og hægt verður að leigja þau, til dæmis undir brúðkaup. „Við áætlum að opna í maí 2015 og gerum ráð fyrir 25 til 30 þúsund ferðamönnum á næsta ári,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Ísganganna.Ari Trausti Guðmundsson er jarðvísindalegur ráðunautur verkefnisins og hann segir merkilegt hvað göngin verði stór og að þau verði í hveljökli sem séu fáir í heiminum. Þá verði þau hátt uppi í jöklinum svo allar umhverfisbreytingar séu tiltölulega hægar. Ari segir aðspurður að göngin samræmist umhverfissjónarmiðum enda sé jökullinn afar stór. „Hann er 190 milljarðar rúmmetra og þetta eru sjöþúsund rúmmetrar sem verða grafnir. Ég hef líkt þessu við að taka tvo dropa með dropateljara úr fullu baðkari.“ Göngin verða opin átta mánuði ársins og styrkja því heilsársferðaþjónustu. Hönnunin er þannig að hrun er mjög ólíklegt og miklar kröfur verða gerðar um öryggi bæði á jöklinum og í göngunum sjálfum. „Það verða daglegar mælingar til að fylgjast með öllum óvæntum hreyfingum í jöklinum og fólk ferðast þarna upp eftir með átta hjóla trukkum sem eru mjög stórir og öflugir. Það þarf mikið að ganga á svo að eitthvað klikki þar, segir Sigurður.
Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira