Tók við liðinu í fallsæti og skila því af mér í fallsæti Daníel Rúnarsson á Kópavogsvelli skrifar 2. júní 2014 23:14 Ólafur kvaddi í kvöld. Hann er hér á hliðarlínunni í sínum síðasta leik með Blika. vísir/stefán Kveðjuleikur Ólafs Kristjánssonar með Breiðabliksliðið fór ekki eins vel og hann hefði vafalaust óskað. En var tilfinningaþrungin stund inni í klefa að leik loknum? „Ekki beint þrungin. Margir hlutir í lífinu eru meira tilfinningaþrungnir en þetta, en þetta kemur þó við viðkvæmar sálir, eins og ég er. Nú er maður svona að átta sig á því að þessu tímabili er lokið. " En hvað fannst Ólafi um leikinn í kvöld? „Ég er hundfúll með að hafa ekki náð að skila sigri og fleiri stigum. Mér fannst menn vera að reyna. Fyrri hálfleikur einkenndist af því að við erum lið sem er búið að vera í vandræðum í upphafi móts, ákveðin vandræði á okkur. En ég er ánægður með að við komum til baka eftir að hafa lent undir. Það er það sem ég hef viljað sjá og vil sjá í framtíðinni hjá Breiðabliksliðinu, að gefast aldrei upp. Ég er sannfærður um að ef menn hafa það hugarfar þá munu fleiri stig koma í hús." Fjögur stig eftir sex leiki er rýr uppskera hjá Breiðablik. Hvað hefur helst vantað í leik liðsins? „Það hefur helst vantað upp á bæði að skapa færi og svo nýta þau færi sem hafa gefist. En oft hefur bara vantað herslumuninn uppá til að hala inn fleiri stig." „Ég tók við liðinu í fallsæti á sínum tíma og skila því af mér í fallsæti, þannig að hringnum er lokað. En auðvitað er það hundfúlt að vera ekki með fleiri stig. Það er enginn svekktari með það en ég og ég ber fulla ábyrgð á því - eins og velgengninni þegar hún kom." Ólafur samdi við FC Nordsjælland fyrir tímabilið en stýrði liðinu samt sem áður í fyrstu sex leikjunum í deildinni. Hafði það áhrif að hans mati og vildi hann hætta fyrr? „Ég hafði ekkert val um það. Ég er með samning og ég uppfylli bara mínar skyldur með glöðu gleði. En ef þú spyrð mig þá tengist gengi liðsins ekkert því að ég sé að fara út. Ef þú spyrð mig þá tengist þetta [gengi liðsins] ekkert því að ég sé að fara út. Ef liðið hefði verið með fjögur stig og ég ekki með liðið þessa sex leiki og Gummi hefði staðið hérna þá hefði spurningin sennilega verið hvort það hefði ekki verið rangt að hann hafi tekið við liðinu strax." Guðmundur Benediktsson tekur nú við Breiðabliksliðinu. Hvaða möguleika telur Ólafur liðið eiga það sem eftir lifir tímabils? „Liðið á hellings möguleika. Leiðin getur bara legið uppá við. Fallsæti í byrjun júní þarf ekki að þýða fallsæti í lok móts. Það býr mikið í liðinu og það verður spennandi að sjá Guðmund glíma við verkefnið sem er framundan." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Kveðjuleikur Ólafs Kristjánssonar með Breiðabliksliðið fór ekki eins vel og hann hefði vafalaust óskað. En var tilfinningaþrungin stund inni í klefa að leik loknum? „Ekki beint þrungin. Margir hlutir í lífinu eru meira tilfinningaþrungnir en þetta, en þetta kemur þó við viðkvæmar sálir, eins og ég er. Nú er maður svona að átta sig á því að þessu tímabili er lokið. " En hvað fannst Ólafi um leikinn í kvöld? „Ég er hundfúll með að hafa ekki náð að skila sigri og fleiri stigum. Mér fannst menn vera að reyna. Fyrri hálfleikur einkenndist af því að við erum lið sem er búið að vera í vandræðum í upphafi móts, ákveðin vandræði á okkur. En ég er ánægður með að við komum til baka eftir að hafa lent undir. Það er það sem ég hef viljað sjá og vil sjá í framtíðinni hjá Breiðabliksliðinu, að gefast aldrei upp. Ég er sannfærður um að ef menn hafa það hugarfar þá munu fleiri stig koma í hús." Fjögur stig eftir sex leiki er rýr uppskera hjá Breiðablik. Hvað hefur helst vantað í leik liðsins? „Það hefur helst vantað upp á bæði að skapa færi og svo nýta þau færi sem hafa gefist. En oft hefur bara vantað herslumuninn uppá til að hala inn fleiri stig." „Ég tók við liðinu í fallsæti á sínum tíma og skila því af mér í fallsæti, þannig að hringnum er lokað. En auðvitað er það hundfúlt að vera ekki með fleiri stig. Það er enginn svekktari með það en ég og ég ber fulla ábyrgð á því - eins og velgengninni þegar hún kom." Ólafur samdi við FC Nordsjælland fyrir tímabilið en stýrði liðinu samt sem áður í fyrstu sex leikjunum í deildinni. Hafði það áhrif að hans mati og vildi hann hætta fyrr? „Ég hafði ekkert val um það. Ég er með samning og ég uppfylli bara mínar skyldur með glöðu gleði. En ef þú spyrð mig þá tengist gengi liðsins ekkert því að ég sé að fara út. Ef þú spyrð mig þá tengist þetta [gengi liðsins] ekkert því að ég sé að fara út. Ef liðið hefði verið með fjögur stig og ég ekki með liðið þessa sex leiki og Gummi hefði staðið hérna þá hefði spurningin sennilega verið hvort það hefði ekki verið rangt að hann hafi tekið við liðinu strax." Guðmundur Benediktsson tekur nú við Breiðabliksliðinu. Hvaða möguleika telur Ólafur liðið eiga það sem eftir lifir tímabils? „Liðið á hellings möguleika. Leiðin getur bara legið uppá við. Fallsæti í byrjun júní þarf ekki að þýða fallsæti í lok móts. Það býr mikið í liðinu og það verður spennandi að sjá Guðmund glíma við verkefnið sem er framundan."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira