Innlent

Reikningsskekkja upp á um 40 atkvæði tefur birtingu lokatalna

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Tómas Hrafn Sveinsson formaður kjörstjórnar í Reykjavík.
Tómas Hrafn Sveinsson formaður kjörstjórnar í Reykjavík.
Tómas Hrafn Sveinsson formaður kjörstjórnar í Reykjavík getur ekkert sagt til um það núna klukkan sex um morgun hvenær hægt verður að birta lokatölur.

Hann sagði í samtali við fréttastofu RÚV að um væri ræða reikningskekkju upp á um 40 atkvæði sem gerði það að verkum að kjörstjórnin treysti sér ekki til að birta lokatölur.

Tómas gat ekkert sagt til um það hvenær niðurstaða myndi liggja fyrir en sagði talningarmenn og kjörstjórn ætla sér að klára áður en þau færu heim.

Búið er að birta tölur í öllum kjördæmum nema Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×