Enski boltinn

Fabregas: Ég vildi fara

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Cesc Fabregas segist hafa sjálfur tekið þá ákvörðun að yfirgefa herbúðir Barcelona.

Fabregas gekk nýverið frá samningi við Chelsea í Englandi og snýr hann því aftur í ensku úrvalsdeildina þegar nýtt tímabil hefst í ágúst.

„Það kom að því að ég þurfti að taka ákvörðun og bað ég um aðstoð Zubi [Andoni Zubizarreta, yfirmann knattspyrnumála] og forsetans [Josep Mario Bartomeu] til að taka rétt skref,“ sagði Fabregas.

„Það var margt sem kom til. Mér gekk ekki illa og tölfræðin sýnir það en hins vegar gekk mér illa að skora eða leggja upp í stærstu leikjunum.“

„En ég kveð sáttur. Ég hef spilað með vinum mínum og upplifað ótrúleg augnablik á Nou Camp. Þetta var frábær tími en honum er nú lokið og ég vil prófa eitthvað nýtt.“

„Ég bað því um að fara,“ sagði Fabregas sem snýr nú aftur til Lundúna þar sem hann bjó í átta ár á meðan hann var á mála hjá Arsenal. „Ég veit að ég verð hamingjusamur þar.“


Tengdar fréttir

Arsenal hefur forkaupsrétt á Fabregas

Ensku miðlarnir hafa í dag slúðrað um möguleg kaup Arsenal á spænska landsliðsmanninum Cesc Fabregas og Daily Mirror slær því upp að ensku bikarmeistararnir hafi áhuga á því að kaupa Cesc aftur frá Barcelona.

Reynir að fá Fabregas til United

David De Gea, markvörður Manchester United og spænska landsliðsins, nýtir tímann utan æfinga til þess að reyna að sannfæra Cesc Fabregas að ganga til liðs við rauðu djöflana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×