Fótbolti

Lugano: Bannið á Suarez siðlaust

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lugano á blaðamannafundi.
Lugano á blaðamannafundi. Vísir/Getty
Diego Lugano, fyrirliði Úrúgvæ, segir að bannið sem liðsfélagi hans hjá Úrúgvæ Luis Suarez fékk sé siðlaust.

Suarez var eins og flestir vita dæmdur í fjögurra mánaða bann og einnig má hann ekki mæta á leiki síns liðs eða vera í kringum liðið.

„Þetta er brot á mannréttindum að leikmaður geti ekki farið á leikvang þar sem eru 80 þúsund manns eða fari inn á hótel til liðsfélaga sinna," sagði fyrirliðinn.

„Hann framdi glæp, en þetta bann er siðlaust. Ekki einu sinni glæpamaður myndi fá svona refsingu."

Úrúgvæ datt út í 16-liða úrslitum gegn Kólumbíu í gærkvöldi, en James Rodriguez skoraði bæði mörk Kólumbíu í sitthvorum hálfleiknum.

„Á móti Kólumbíu höfðuð við ekki næg gæði til að fylla í hans skarð. Hann hefur verið okkar besti maður í mörg á. Fyrir okkur að missa hann er mun verra en fyrir Brasilíu að missa Neymar eða Argentínu að missa Messi," sagði Lugano að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×