Fótbolti

Ævintýri Kostaríku halda áfram | Myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Kostaríku fagna sigrinum í kvöld.
Leikmenn Kostaríku fagna sigrinum í kvöld. Vísir/Getty
Kostaríka er komið áfram í fjórðungsúrslit HM í Brasilíu eftir sigur á Grikklandi í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 1-1.

Kostaríka hefur komið liða mest á óvart í keppninni í Brasilíu en liðið mætir næst Hollandi í 8-liða úrslitum. Leikurinn fer fram á laugardagsvöld klukkan 20.00.

Bryan Ruiz kom Kostaríka yfir í upphafi síðari hálfleiks með lúmsku skoti en liðið varð fyrir áfalli stuttu síðar er Oscar Duarte fékk sína aðra áminningu í leiknum og þar með rautt.

Grikkjum tókst þó ekki að færa sér liðsmuninn fyrr en í uppbótartíma er Sokratis Papastathopoulos jafnaði metin af stuttu færi. Hvorugu liðu tókst að skora í framlengingunni og því þurfti að knýja fram úrslit með vítaspyrnukeppni.

Hinn þaulreyndi Theofanis Gekas var sá eini sem klikkaði á spyrnu í keppninni en Keylor Navas varði frá honum í fjórðu umferð. Michael Umana tryggði svo sigurinn með því að skora úr fimmtu spyrnu Kostaríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×