Fótbolti

Veðmálafyrirtæki segir upp samningi við Suárez

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Veðmálafyrirtækið 888poker sagði upp samningi sínum við Luis Suárez í morgunsárið rúmlega mánuði eftir að samstarfið hófst.

Suárez komst í heimsfréttirnar á dögunum þegar hann beit Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu. Var þetta í þriðja sinn sem Suárez bítur leikmann inn á vellinum. Í gær var hann síðan dæmdur í fjögurra mánaða bann af FIFA en úrúgvæska knattspyrnusambandið áfrýjaði þeim dómi.

Áföllin gerast einnig utan vallar fyrir Suárez og hefur 888poker fyrst allra fyrirtækja sem eru með samning við Suárez sagt upp samningnum. Talið er að Adidas íhugi vandlega hvert næsta skref sé en þrátt fyrir að vera meðal bestu fótboltamanna í heiminum er Suárez óútreiknanlegur. Fyrirtækið hefur tekið Suárez úr öllum auglýsingarherferðum sem tengjast Heimsmeistaramótinu á meðan fyrirtækið skoðar hvert næsta skref verður.




Tengdar fréttir

Suarez dæmdur í fjögurra mánaða bann

Luis Suarez var dæmdur í fjögurra mánaða bann frá öllum keppnum fyrir að hafa bitið Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ á mánudaginn. Bannið nær til félags- og landsliðs Suárez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×