Íslenski boltinn

Uppbótartíminn: Jonathan Glenn með Rivaldo-takta

Vísir/Daníel
Níundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum.

FH er eitt á toppnum eftir umferðina eftir stórsigur gegn Fram, 4-0. Stjarnan tryggði sér sigur á Fjölnismönnum með síðustu spyrnu leiksins. ÍBV er sem fyrr  án sigurs eftir tap gegn KR í Eyjum.

Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:

Fram - FH

Fylkir - Keflavík

ÍBV - KR

Stjarnan - Fjölnir

Víkingur R. - Breiðablik

Þór - Valur



Vísir/Vilhelm
Góð umferð fyrir ...

Hauk Pál Sigurðsson, Val

Fyrirliðinn komst loks á blað í sumar og tryggði Val mikilvægan útisigur á Þór. Hefur skorað að minnsta kosti 3 mörk á hverju ári síðan 2009, hans besta ár kom árið 2009 með Þrótti þar sem hann skoraði 6 mörk.

Garðar Jóhansson, Stjörnunni

Garðar Jóhannsson þurfti aðeins að bíða í 114 mínútur eftir sínu fyrsta marki í sumar en fyrsta Pepsi-deildar markið hans í fyrra kom ekki fyrr en eftir 778 mínútur. Skoraði sigurmark Stjörnunnar með síðustu snertingu leiksins sem tryggði þrjú stig.

Kristján Gauta Emilsson, FH

Kristján Gauti átti erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og tókst ómögulega að finna netmöskvana. Hann hefur hinsvegar verið flottur í upphafi móts í ár og skoraði tvö mörk og var valinn besti leikmaður umferðarinnar í Pepsi mörkunum.

Erfið umferð fyrir

B(j)arnaheimilið

Ungir lærisveinar Bjarna Guðjóns litu út eins og börn á móti karlmönnum. Reynir Leósson talaði um það í Pepsi mörkunum að horfa á þennan leik hefði verið eins og að horfa á karlmann spila við sjö ára son sinn, líkamlegu yfirburðirnir væru einfaldlega of miklir.

Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis

Sigurmark frá Stjörnunni í uppbótartíma. Ekki búnir að vinna í síðustu sjö umferðum. Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis minntist reglulega á það að þeir væru ekki búnir að tapa síðan 21. ágúst í byrjun móts en Fjölnir hefur ekki unnið deildarleik síðan í 2. umferð 8. maí

Sadmir Zekovic, leikmann Fylkis

Fylkisliðið var andlaust og hreint út sagt lélegt í 2-4 tapi gegn Keflavík. Það er aldrei gott að vera tekinn út af í fyrri hálfleik og hvað þá að vera manninum sem er fórnað í liði sem þjálfari liðsins sagðist sjálfur hafa getað tekið allt út af í fyrri hálfleik.

Vísir/Daníel
Tölfræðin:

Fylkisliðið hefur aðeins náð í 1 stig af 24 mögulegum í júnímánuði undanfarin tvö sumur og markatala Árbæjarliðsins í júní 2013 og 2014 er -9 (7-16).

Þetta er í fyrsta sinn í 96 úrvalsdeildarleikjum eða síðan í lokaumferð Pepsi-deildarinnar árið 2009 þar sem tveir Keflvíkingar skora tvö mörk í sama leiknum.

Víkingsliðið er með einu stigi meira eftir níu leiki í ár (16) en í öllum 22 leikjum liðsins í Pepsi-deildinni sumarið 2011 (15). Víkingur var þá aðeins með sjö stig í fyrstu níu leikjum sínum.

Víkingar hafa unnið fjóra deildar- og bikarleiki í röð og sex af síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni (4 af 5) og Borgunarbikarnum (2 af 2).

Það eru liðin 36 ár síðan að Breiðablik náði ekki að vinna í fyrstu níu leikjum sínum í efstu deild en liðið náði aðeins í 1 stig í fyrstu 9 leikjum sínum sumarið 1978. Breiðablik hefur fallið úr deildinni síðustu þrjú tímabil þar sem Kópavogsliðið hefur ekki náð að vinna leik í fyrstu sex umferðunum (1978, 1992 og 1996)

Valsmenn hafa náð í 12 stig af 12 mögulegum í síðustu fjórum leikjum sínum í úrvalsdeild karla á Akureyri og það eru liðin 20 ár síðan Valsliðið tapaði stigum í útileik á móti Þór eða KA í efstu deild.

Þórsliðinu tókst ekki að skora á Þórsvellinum á móti Val en liðið var fyrir leikinn búið að skora í fjórtán heimaleikjum í röð í Pepsi-deildinni og alls 24 mörk í þessum 14 heimaleikjum.

8 af 12 sigurleikjum Valsliðsins í Pepsi-deildinni undir stjórn Magnúsar Gylfasonar hafa komið á útivelli og Valsliðið hefur náð í tíu fleiri stig á útivelli (29) en heimavelli (19) frá því að Magnús tók við Hlíðarendaliðinu.

Eyjamenn hafa fengið á sig sjö mörk á 80. mínútu eða síðar í síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni.

KR-ingar hafa ekki verið yfir í hálfleik í neinum leik í fyrstu níu umferðunum og hafa þar af tapað fyrri hálfleiknum í fjórum leikjanna.

Stjörnumenn hafa ekki tapað deildarleik í júní undanfarin þrjú sumur en liðið er með sex sigra og fjögur jafntefli í tíu júníleikjum sínum í Pepsi-deildinni 2012 til 2014.

Fjölnir hefur aðeins skorað eitt mark í fyrri hálfleik í síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni en Fjölnismenn voru með fjögur mörk á fyrstu 45 mínútunum í fyrstu tveimur umferðunum.

Vísir/Daníel
Skemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:

Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum:

Ótrúlegir taktar hjá Glenn sem tekur gamalt Rivaldo-trikk og klobbar einn af þremur leikmönnum KR sem voru búnir að umkringja hann.

Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Fylkisvelli:

Frans Elvarsson átti marktilraun framhjá - Þessi endaði í pottinum í Árbæjarlaug.

Guðmundur Marinó Ingvarsson í Víkinni:

Gunnleifur Gunnleifsson varði skot sem Arnþór Ingi Kristinsson tók - Frábærlega varið. Af hverju er hann ekki bara í HM stofunni hugsar Arnþór Ingi.



Hæstu og lægstu einkunnir:


Kristján Gauti Emilsson, FH - 8

Atli Guðnason, FH - 8

Magnús Sverrir Þorsteinsson, Keflavík - 8

Elías Már Ómarsson, Keflavík - 8

Hörður Sveinsson, Keflavík - 8

Daníel Laxdal, Stjörnunni - 8

Viktor Örn Guðmundsson, Fylki - 2

Ragnar Bragi Sveinsson, Fylki - 2

Vísir/Daníel
Umræðan á Twitter #pepsi365:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×