Fótbolti

Suarez viðurkennir að hafa bitið Chiellini og biðst afsökunar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez.
Luis Suarez. Vísir/Getty
Luis Suarez, framherji Úrúgvæ og Liverpool, hefur nú loksins beðist afsökunar á hegðun sinni í leiknum á móti Ítalíu í síðustu viku þegar hann var uppvís að því að bíta ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellini.

Suarez var dæmdur í níu landsleikja bann og fjögurra mánaða algjört bann frá fótbolta af Aganefnd FIFA og má því ekki byrja að spila með Liverpool fyrr en í lok október.  

Suarez hefur nú sett inn yfirlýsingu á twitter-síðu sína, bæði á spænsku og ensku þar sem hann viðurkennir bitið, segist sjá mikið eftir þessu og biður síðan Giorgio Chiellini og alla fótboltafjölskylduna afsökunar. Hann lofar því einnig að þetta muni aldrei koma fyrir aftur.

Suarez segir í þessari yfirlýsingu hafa áttað sig á hvað hann gerði eftir að hafa eytt nokkrum dögum í faðmi fjölskyldunnar.






Tengdar fréttir

Lugano: Bannið á Suarez siðlaust

Diego Lugano, fyrirliði Úrúgvæ, segir að bannið sem liðsfélagi hans hjá Úrúgvæ, Luis Suarez, sé siðlaust.

Ekki hægt að verja aðgerðir Suárez

Jamie Carragher telur að ekki sé hægt að breyta persónuleika Luis Suárez og að hann muni halda áfram að komast á forsíður blaðanna af kolröngum ástæðum.

Suárez þarf að leita sér aðstoðar

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, telur að Luis Suárez þurfi að leita sér aðstoðar eftir að hann beit leikmann í þriðja sinn á ferlinum í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær.

Chiellini: Suarez fékk of harða refsingu

Giorgio Chiellini, ítalski varnarmaðurinn og fórnarlamb bitsins hjá Luis Suarez, er á því að refsing Luis Suarez sé of hörð en þetta kemur fram í yfirlýsingu inn á heimasíðunni Ítalans.

Suarez dæmdur í fjögurra mánaða bann

Luis Suarez var dæmdur í fjögurra mánaða bann frá öllum keppnum fyrir að hafa bitið Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ á mánudaginn. Bannið nær til félags- og landsliðs Suárez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×