Fótbolti

Tyson segist skilja Suarez

Það þarf líklega ekki að koma neinum á óvart að hnefaleikakappinn fyrrverandi, Mike Tyson, segist skilja Luis Suarez mjög vel.

Suarez beit Ítalann Giorgio Chiellini á HM og fékk fyrir vikið fjögurra mánaða bann frá fótbolta. Tyson hefur gengið lengst allra íþróttamanna í biti er hann beit hluta af eyra Evander Holyfield.

„Ég skil þetta fullkomlega. Hann fór í „blakkát" en það getur gerst hjá mönnum. Á augabragði getur íþróttamaður séð rautt og misst sjónar á allri skynsemi. Stundum verða menn að einhverju sem þeir eru ekki," sagði Tyson.


Tengdar fréttir

Suárez má ekki æfa á meðan banninu stendur

Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA staðfesti í dag að Luis Suárez væri óheimilt að taka þátt í æfingum með félagsliði sínu á meðan hann tekur út fjögurra mánaða keppnisbann.

167 manns veðjuðu á það að Suarez myndi bíta

Úrúgvæmaðurinn Luis Suárez virtist bíta ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu í gær. Flestir trúðu ekki sínum augum þegar þegar þeir horfðu á sjónvarpsútsendinguna frá leiknum en það voru ótrúlega margir sem „sáu" þetta fyrir eins og kemur fram í frétt ESPN.

Lugano: Bannið á Suarez siðlaust

Diego Lugano, fyrirliði Úrúgvæ, segir að bannið sem liðsfélagi hans hjá Úrúgvæ, Luis Suarez, sé siðlaust.

Ekki hægt að verja aðgerðir Suárez

Jamie Carragher telur að ekki sé hægt að breyta persónuleika Luis Suárez og að hann muni halda áfram að komast á forsíður blaðanna af kolröngum ástæðum.

Blatter lofar Suarez

Forseti FIFA segir refsinguna sem Luis Suarez fékk rétta.

Suárez þarf að leita sér aðstoðar

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, telur að Luis Suárez þurfi að leita sér aðstoðar eftir að hann beit leikmann í þriðja sinn á ferlinum í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær.

Forseti Barcelona lofar Suarez

Fulltrúar Liverpool og Barcelona hittust til að ræða möguleg vistaskipti Úrúgvæjans umdeilda.

Veit ekki hvort FIFA hafi nægilegar sannanir

Gylfi Þór Orrason á von á því að Luis Suárez verði dæmdur í langt keppnisbann ef aganefnd FIFA finnur fullnægjandi sönnun fyrir því að hann hafi bitið Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ í gær.

Chiellini olli mér vonbrigðum

Diego Lugano, fyrirliði Úrúgvæ fannst Giorgio Chiellini gera of mikið úr því þegar Luis Suárez beit hann í leik Ítalíu og Úrúgvæ

Chiellini: Suarez fékk of harða refsingu

Giorgio Chiellini, ítalski varnarmaðurinn og fórnarlamb bitsins hjá Luis Suarez, er á því að refsing Luis Suarez sé of hörð en þetta kemur fram í yfirlýsingu inn á heimasíðunni Ítalans.

Suarez dæmdur í fjögurra mánaða bann

Luis Suarez var dæmdur í fjögurra mánaða bann frá öllum keppnum fyrir að hafa bitið Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ á mánudaginn. Bannið nær til félags- og landsliðs Suárez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×