Fótbolti

Tap Brasilíu metjöfnun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Oscar skoraði í kvöld en var óhuggandi í leikslok eins og svo margir Brasilíumenn.
Oscar skoraði í kvöld en var óhuggandi í leikslok eins og svo margir Brasilíumenn. Vísir/Getty
Hefði Oscar ekki skorað í uppbótartíma gegn Þýskalandi í kvöld og minnkað muninn í 7-1 hefði nýtt met verið sett í sögu brasilíska landsliðsins.

Tapið í kvöld er það versta frá upphafi en um metjöfnun er að ræða. Gamla metið hafði staðið óhaggað í 94 ár eða síðan Brasilía tapaði fyrir Úrúgvæ árið 1920 með sex mörkum gegn engu.

Þetta er svo í annað skipti frá upphafi sem Brasilía fær á sig sjö mörk í landsleik. Júgóslavía skoraði sjö mörk í leik gegn Brasilíu árið 1934. Þýskaland varð í kvöld fyrsta liðið til að skora minnst sex mörk gegn Brasilíu síðan 1940.

Tapið er einnig hið versta hjá gestgjafa í sögu HM. Engin gestgjafaþjóð hafði áður tapað með meira en fjögurra marka mun.

Brasilía tapaði í kvöld sínum fyrsta mótsleik á heimavelli síðan 1975 en liðið tapaði þá fyrir Perú, 3-1, í undanúrslitum Copa America. Alls lék liðið 64 mótsleiki í röð á heimavelli án taps.


Tengdar fréttir

Klose sló met Ronaldo

Miroslav Klose er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu úrslitakeppni HM.

Brasilía grét | Myndir

Leikmenn og stuðningsmenn Brasilíu voru óhuggandi eftir stórtapið gegn Þýskalandi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×