Hraðlest talin skila 40 til 60 milljarða ábata Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2014 16:28 Bygging og rekstur hraðlestar á milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur er hagkvæm fjárfesting í einkaframkvæmd sem ekki kallar á bein opinber framlög. Samfélagslegur ábati af lestinni er 40 til 60 milljarðar króna, en um er að ræða ábata notenda vegna skilvirkni lestarsamgangna og ábata samfélagsins vegna öryggis- og umhverfisáhrifa. Þetta er meðal niðurstaðna úr skýrslu Reykjavikurborgar, Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Isavia, Kadeco, Landsbankans, Reita, Ístaks, Eflu og Deloitte um arðsemi hraðlestar voru kynntar á kynningarfundi í BSÍ dag. Samhliða henni var birt skýrsla Mannvits um samfélagsleg áhrif framkvæmdarinnar. Skýrsluna um hagkvæmni má sjá hér og hér má sjá skýrslu Mannvits. Auk reiknaðs samfélagslegs ábata myndi lestin skapa möguleika á samnýtingu við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Það gæti minnkað umferðarþunga og skapað enn frekari ábata í umferðarkerfi höfuðborgarsvæðisins.Framkvæmdir gætu hafist 2018 Höfundar skýrslunnar leggja til að aðilar verkefnisins stofni hlutafélag um framhald málsins. „Í kjölfarið sjái félagið um undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Undirbúningur framkvæmda gæti hafist árið 2015, framkvæmdir verið komnar á fullt árið 2018 og lestin hafið rekstur árið 2023 að því gefnu að fjármögnun undirbúningsfélags ljúki fyrir árslok,“ segir í tilkynningu. Lestarleiðin mun vera um 47 kílómetrar að lengd. Þar af yrðu 12 kílómetrar í jarðgöngum frá Straumsvíkursvæði að endasstöð við BSÍ. Þá er gert ráð fyrir fjórum lestareiningum í rekstri, hver með fimm vögnum auk varaeiningar á viðhaldssvæði. Miðað er við að lestin myndi ganga frá fimm að morgni til klukkan eitt eftir miðnætti og gangi á fimmtán mínútna fresti á annatíma og hálftíma fresti þar fyrir utan. Ferðatími yrði 15 til 19 mínútur.Heildarkostnaður 102 milljarðar „Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður 102 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að áætlaður fjöldi seldra ferða opnunarárið 2023 verði tæpar 4 milljónir, þar af 2,3 milljónir til flugfarþega og 1,7 milljón til annarra farþega af Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu.“ Miðað er við að 50 prósent flugfarþega í millilandaflugi á leið til og frá landinu nýti lestina. Rekstrarkostnaður er áætlaður tæpir 5,8 milljarðar króna. 4,1 milljarðar vegna lesta og 1,7 vegna kerfis. Fargjald er áætlað á bilinu 800 til 3.800 kr. Tekjur eru áætlaðar 10,5 milljarðar króna á fyrsta rekstrarári. Tekjur af flugfarþegum eru 87 prósent heildartekna. Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Bygging og rekstur hraðlestar á milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur er hagkvæm fjárfesting í einkaframkvæmd sem ekki kallar á bein opinber framlög. Samfélagslegur ábati af lestinni er 40 til 60 milljarðar króna, en um er að ræða ábata notenda vegna skilvirkni lestarsamgangna og ábata samfélagsins vegna öryggis- og umhverfisáhrifa. Þetta er meðal niðurstaðna úr skýrslu Reykjavikurborgar, Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Isavia, Kadeco, Landsbankans, Reita, Ístaks, Eflu og Deloitte um arðsemi hraðlestar voru kynntar á kynningarfundi í BSÍ dag. Samhliða henni var birt skýrsla Mannvits um samfélagsleg áhrif framkvæmdarinnar. Skýrsluna um hagkvæmni má sjá hér og hér má sjá skýrslu Mannvits. Auk reiknaðs samfélagslegs ábata myndi lestin skapa möguleika á samnýtingu við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Það gæti minnkað umferðarþunga og skapað enn frekari ábata í umferðarkerfi höfuðborgarsvæðisins.Framkvæmdir gætu hafist 2018 Höfundar skýrslunnar leggja til að aðilar verkefnisins stofni hlutafélag um framhald málsins. „Í kjölfarið sjái félagið um undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Undirbúningur framkvæmda gæti hafist árið 2015, framkvæmdir verið komnar á fullt árið 2018 og lestin hafið rekstur árið 2023 að því gefnu að fjármögnun undirbúningsfélags ljúki fyrir árslok,“ segir í tilkynningu. Lestarleiðin mun vera um 47 kílómetrar að lengd. Þar af yrðu 12 kílómetrar í jarðgöngum frá Straumsvíkursvæði að endasstöð við BSÍ. Þá er gert ráð fyrir fjórum lestareiningum í rekstri, hver með fimm vögnum auk varaeiningar á viðhaldssvæði. Miðað er við að lestin myndi ganga frá fimm að morgni til klukkan eitt eftir miðnætti og gangi á fimmtán mínútna fresti á annatíma og hálftíma fresti þar fyrir utan. Ferðatími yrði 15 til 19 mínútur.Heildarkostnaður 102 milljarðar „Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður 102 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að áætlaður fjöldi seldra ferða opnunarárið 2023 verði tæpar 4 milljónir, þar af 2,3 milljónir til flugfarþega og 1,7 milljón til annarra farþega af Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu.“ Miðað er við að 50 prósent flugfarþega í millilandaflugi á leið til og frá landinu nýti lestina. Rekstrarkostnaður er áætlaður tæpir 5,8 milljarðar króna. 4,1 milljarðar vegna lesta og 1,7 vegna kerfis. Fargjald er áætlað á bilinu 800 til 3.800 kr. Tekjur eru áætlaðar 10,5 milljarðar króna á fyrsta rekstrarári. Tekjur af flugfarþegum eru 87 prósent heildartekna.
Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira