Hraðlest talin skila 40 til 60 milljarða ábata Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2014 16:28 Bygging og rekstur hraðlestar á milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur er hagkvæm fjárfesting í einkaframkvæmd sem ekki kallar á bein opinber framlög. Samfélagslegur ábati af lestinni er 40 til 60 milljarðar króna, en um er að ræða ábata notenda vegna skilvirkni lestarsamgangna og ábata samfélagsins vegna öryggis- og umhverfisáhrifa. Þetta er meðal niðurstaðna úr skýrslu Reykjavikurborgar, Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Isavia, Kadeco, Landsbankans, Reita, Ístaks, Eflu og Deloitte um arðsemi hraðlestar voru kynntar á kynningarfundi í BSÍ dag. Samhliða henni var birt skýrsla Mannvits um samfélagsleg áhrif framkvæmdarinnar. Skýrsluna um hagkvæmni má sjá hér og hér má sjá skýrslu Mannvits. Auk reiknaðs samfélagslegs ábata myndi lestin skapa möguleika á samnýtingu við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Það gæti minnkað umferðarþunga og skapað enn frekari ábata í umferðarkerfi höfuðborgarsvæðisins.Framkvæmdir gætu hafist 2018 Höfundar skýrslunnar leggja til að aðilar verkefnisins stofni hlutafélag um framhald málsins. „Í kjölfarið sjái félagið um undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Undirbúningur framkvæmda gæti hafist árið 2015, framkvæmdir verið komnar á fullt árið 2018 og lestin hafið rekstur árið 2023 að því gefnu að fjármögnun undirbúningsfélags ljúki fyrir árslok,“ segir í tilkynningu. Lestarleiðin mun vera um 47 kílómetrar að lengd. Þar af yrðu 12 kílómetrar í jarðgöngum frá Straumsvíkursvæði að endasstöð við BSÍ. Þá er gert ráð fyrir fjórum lestareiningum í rekstri, hver með fimm vögnum auk varaeiningar á viðhaldssvæði. Miðað er við að lestin myndi ganga frá fimm að morgni til klukkan eitt eftir miðnætti og gangi á fimmtán mínútna fresti á annatíma og hálftíma fresti þar fyrir utan. Ferðatími yrði 15 til 19 mínútur.Heildarkostnaður 102 milljarðar „Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður 102 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að áætlaður fjöldi seldra ferða opnunarárið 2023 verði tæpar 4 milljónir, þar af 2,3 milljónir til flugfarþega og 1,7 milljón til annarra farþega af Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu.“ Miðað er við að 50 prósent flugfarþega í millilandaflugi á leið til og frá landinu nýti lestina. Rekstrarkostnaður er áætlaður tæpir 5,8 milljarðar króna. 4,1 milljarðar vegna lesta og 1,7 vegna kerfis. Fargjald er áætlað á bilinu 800 til 3.800 kr. Tekjur eru áætlaðar 10,5 milljarðar króna á fyrsta rekstrarári. Tekjur af flugfarþegum eru 87 prósent heildartekna. Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Bygging og rekstur hraðlestar á milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur er hagkvæm fjárfesting í einkaframkvæmd sem ekki kallar á bein opinber framlög. Samfélagslegur ábati af lestinni er 40 til 60 milljarðar króna, en um er að ræða ábata notenda vegna skilvirkni lestarsamgangna og ábata samfélagsins vegna öryggis- og umhverfisáhrifa. Þetta er meðal niðurstaðna úr skýrslu Reykjavikurborgar, Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Isavia, Kadeco, Landsbankans, Reita, Ístaks, Eflu og Deloitte um arðsemi hraðlestar voru kynntar á kynningarfundi í BSÍ dag. Samhliða henni var birt skýrsla Mannvits um samfélagsleg áhrif framkvæmdarinnar. Skýrsluna um hagkvæmni má sjá hér og hér má sjá skýrslu Mannvits. Auk reiknaðs samfélagslegs ábata myndi lestin skapa möguleika á samnýtingu við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Það gæti minnkað umferðarþunga og skapað enn frekari ábata í umferðarkerfi höfuðborgarsvæðisins.Framkvæmdir gætu hafist 2018 Höfundar skýrslunnar leggja til að aðilar verkefnisins stofni hlutafélag um framhald málsins. „Í kjölfarið sjái félagið um undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Undirbúningur framkvæmda gæti hafist árið 2015, framkvæmdir verið komnar á fullt árið 2018 og lestin hafið rekstur árið 2023 að því gefnu að fjármögnun undirbúningsfélags ljúki fyrir árslok,“ segir í tilkynningu. Lestarleiðin mun vera um 47 kílómetrar að lengd. Þar af yrðu 12 kílómetrar í jarðgöngum frá Straumsvíkursvæði að endasstöð við BSÍ. Þá er gert ráð fyrir fjórum lestareiningum í rekstri, hver með fimm vögnum auk varaeiningar á viðhaldssvæði. Miðað er við að lestin myndi ganga frá fimm að morgni til klukkan eitt eftir miðnætti og gangi á fimmtán mínútna fresti á annatíma og hálftíma fresti þar fyrir utan. Ferðatími yrði 15 til 19 mínútur.Heildarkostnaður 102 milljarðar „Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður 102 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að áætlaður fjöldi seldra ferða opnunarárið 2023 verði tæpar 4 milljónir, þar af 2,3 milljónir til flugfarþega og 1,7 milljón til annarra farþega af Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu.“ Miðað er við að 50 prósent flugfarþega í millilandaflugi á leið til og frá landinu nýti lestina. Rekstrarkostnaður er áætlaður tæpir 5,8 milljarðar króna. 4,1 milljarðar vegna lesta og 1,7 vegna kerfis. Fargjald er áætlað á bilinu 800 til 3.800 kr. Tekjur eru áætlaðar 10,5 milljarðar króna á fyrsta rekstrarári. Tekjur af flugfarþegum eru 87 prósent heildartekna.
Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira