Lögreglan, slökkvilið og fulltrúar tryggingarfyrirtækja funda nú í strætisvagni fyrir utan Skeifuna 11 um hvort kominn sé tími til að láta tryggingafélögin fá aðgang að vettvangi.
Munu fulltrúar félagana meta skemmdirnar af völdum brunans og skófla út úr brunarústunum. Blaðamenn fengu ekki sitja fundinn.
Að sögn Jóns Friðriks Jóhannssonar sem stýrði aðgerðum í dag er eiginlegu slökkvistarfi lokið en í allan dag hafa slökkviliðsmenn unnið í því að slökkva svokölluð eldhreiður. Þau hafa sprottið upp víðsvegar í rústunum frá því í gærkvöldi en yfirleitt hefur gengið greiðlega að ráða niðurlögum þeirra.

