Fótbolti

Blatter lofar Suarez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Blatter ræðir við fréttamenn.
Blatter ræðir við fréttamenn. Vísir/Getty
Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir að það hafi verið rétt að dæma Luis Suarez í fjögurra mánaða bann frá knattspyrnuiðkun.

Hann lofaði einnig Suarez fyrir að biðjast afsökunar á að hafa bitið Giorgio Chiellini, leikmann Ítalíu, á HM á dögunum. Afsökunarbeiðni Suarez kom þó sex dögum eftir að atvikið átti sér stað.

„Hann bað knattspyrnufjölskylduna afsökunar og er það vel,“ sagði Blatter. „Hann er frábær leikmaður og ég vona að hann komist aftur á beinu brautina.“

„En enginn leikmaður má haga sér eins og hann gerði. Ég tel því refsinguna sanngjarna. Hún sendir skýr skilaboð og gefur fordæmi.“


Tengdar fréttir

Lugano: Bannið á Suarez siðlaust

Diego Lugano, fyrirliði Úrúgvæ, segir að bannið sem liðsfélagi hans hjá Úrúgvæ, Luis Suarez, sé siðlaust.

Mágur Suarez vildi ekkert segja

Gonzalo Balbi, leikmaður KR og mágur Luis Suarez, vildi ekkert tjá sig um atvikið í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í gær.

Chiellini: Suarez fékk of harða refsingu

Giorgio Chiellini, ítalski varnarmaðurinn og fórnarlamb bitsins hjá Luis Suarez, er á því að refsing Luis Suarez sé of hörð en þetta kemur fram í yfirlýsingu inn á heimasíðunni Ítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×