Ángel Di María, leikmaður Real Madrid og argentínska landsliðsins, telur að hann sé á förum frá Real Madrid í sumar. Þetta kemur fram í spænska blaðinu Marca.
Di María átti frábært tímabil í liði Real Madrid sem vann Meistaradeildina en liðið lenti í þriðja sæti í spænsku deildinni sem þykir ekki nægilega gott á þeim bænum.
James Rodríguez, leikmaður Monaco hefur verið orðaður við Real Madrid undanfarnar vikur eftir að hafa slegið í gegn með kólumbíska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu og hefur Di María verið nefndur til sögunnar sem skiptimynt.
Hann mun hinsvegar ekki ætla að sætta sig við hvaða klúbb sem er og hefur lítinn áhuga á að skrifa undir hjá Monaco. Talið er að Paris Saint-Germain, Manchester United, Chelsea, Arsenal, Manchester City og Juventus fylgist öll með áframhaldinu í málefnum Di María.
Di María á förum frá Real
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti



Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti