Fótbolti

Alfreð gerði fjögurra ára samning við Sociedad

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alfreð Finnbogason spilar á Spáni næsta vetur.
Alfreð Finnbogason spilar á Spáni næsta vetur. vísir/getty
Alfreð Finnbogason er orðinn leikmaður spænska 1. deildar liðsins Real Sociedad, en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins.

Landsliðsframherjinn stóðst læknisskoðun í dag og skrifaði í framhaldinu undir fjögurra ára saming og er því samningsbundinn baskaliðinu til ársins 2018.

Sociedad er sagt greiða Heerenveen 7,5 milljónir evra fyrir Alfreð og 2,5 milljónir evra bætast svo við það í gegnum árangurstengdar greiðslur.

Alfreð varð markahæsti leikmaðurinn í hollensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 29 mörk.

Fram kemur í frétt á vef Sociedad að Alfreð verði kynntur sem nýr leikmaður félagsins á næstu dögum.

Alfreð kveður Heerenveen á Twitter-síðu sinni þar sem hann þakkar leikmönnum og starfsfólki félagsins fyrir tvö ár sem hann segist aldrei gleyma.


Tengdar fréttir

Alfreð í læknisskoðun hjá Real Sociedad

Samkvæmt heimildum Íþróttadeildar 365 þá flaug landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason út í morgun til þess að gangast undir læknisskoðun hjá spænska úrvalsdeildarliðinu Real Sociedad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×