Íslenski boltinn

Björgólfur hættur hjá Fram

Óskar Hrafn Þorvaldsson skrifar
Samstarf Bjarna og Björgólfs gekk ekki upp.
Samstarf Bjarna og Björgólfs gekk ekki upp. mynd/fram
Fram hefur sagt upp samningi Björgólfs Takefusa við félagið og tekur uppsögnin gildi nú þegar. Honum var tilkynnt þetta á fundi með formanni félagsins, Sverri Einarssyni, í dag.

Björgólfur hefur leikið átta leiki í Pepsideildinni á þessu tímabili fyrir Fram og ekki skorað mark. Hans eina mark kom í tapleik gegn Keflavík í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins.

Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem Björgólfur yfirgefur félag á miðju tímabili en hann yfirgaf herbúðir Vals á síðustu leiktíð vegna ágreinings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×