Varamarkvörður Monaco hefur ekki brugðist Argentínu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júlí 2014 13:30 Sergio Romero hefur unnið níu af ellefu leikjum sínum á HM 2010 og 2014. vísir/getty Sergio Romero, markvörður argentínska landsliðsins í knattspyrnu, hefur staðið sig með sóma á HM í Brasilíu. Hann er búinn að fá á sig þrjú mörk, en halda hreinu þrisvar sinnum og mun standa á milli stanganna í kvöld þegar Argentína mætir Þjóðverjum í sjálfum úrslitaleiknum. „Í dag verður þú hetja, er það alveg á hreinu?“ sagði Javier Mascherano, miðjumaður Argentínu, við Romero fyrir vítaspyrnukeppnina gegn Hollandi í undanúrslitunum. Hann var með það alveg á hreinu; varði tvær spyrnur og kom Argentínumönnum í úrslitaleikinn. Romero spilar stærsta fótboltaleik heims í kvöld, en hann var eflaust orðinn ansi smeykur um að hann yrði ekki aðalmarkvörður Argentínu á mótinu. Hann er nefnilega ekki aðalmarkvörður síns félagsliðs. Þessi ágæti markvörður sat á varamannabekk Monaco í frönsku 1. deildinni í allan vetur en fékk þrátt fyrir það traustið hjá Alejandro Sabella, þjálfara Argentínu. „Ég verð að taka ákvörðun og ég mun halda mig við sömu þrjá markverðina,“ sagði Sabella fyrir HM. Það hefur borgað sig, en DiegoSimeone, þjálfari Atlético Madrid, hefur verið mjög hrifinn af Romero á mótinu. „Hann var virkilega góður á móti Íran. Ef þú ert með leikmann eins og Messi sem getur unnið leiki með einni spyrnu og markvörð sem vex með hverjum leik ertu í góðum málum. Ég er svo ánægður fyrir hans hönd. Romero er hógvær strákur sem leggur mikið á sig,“ segir Diego Simeone. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Schweinsteiger: Fullir tilhlökkunar Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Bayern München og þýska landsliðsins, er bjartsýnn fyrir úrslitaleikinn gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem fer fram í kvöld á Maracana vellinum í Rio de Janeiro. 13. júlí 2014 11:22 Messi: Mikilvægasti leikur lífs okkar Argentína mætir Þýskalandi í úrslitum HM 2014 í knattspyrnu í kvöld. 13. júlí 2014 12:30 Argentína hefur beðið í 24 löng ár eftir hefndinni Sömu lið og mættust í úrslitum HM 1990 spila í úrslitum HM í ár og Argentínumenn munu ekki sætta sig við annað tap gegn þýskum. 13. júlí 2014 10:00 Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Sergio Romero, markvörður argentínska landsliðsins í knattspyrnu, hefur staðið sig með sóma á HM í Brasilíu. Hann er búinn að fá á sig þrjú mörk, en halda hreinu þrisvar sinnum og mun standa á milli stanganna í kvöld þegar Argentína mætir Þjóðverjum í sjálfum úrslitaleiknum. „Í dag verður þú hetja, er það alveg á hreinu?“ sagði Javier Mascherano, miðjumaður Argentínu, við Romero fyrir vítaspyrnukeppnina gegn Hollandi í undanúrslitunum. Hann var með það alveg á hreinu; varði tvær spyrnur og kom Argentínumönnum í úrslitaleikinn. Romero spilar stærsta fótboltaleik heims í kvöld, en hann var eflaust orðinn ansi smeykur um að hann yrði ekki aðalmarkvörður Argentínu á mótinu. Hann er nefnilega ekki aðalmarkvörður síns félagsliðs. Þessi ágæti markvörður sat á varamannabekk Monaco í frönsku 1. deildinni í allan vetur en fékk þrátt fyrir það traustið hjá Alejandro Sabella, þjálfara Argentínu. „Ég verð að taka ákvörðun og ég mun halda mig við sömu þrjá markverðina,“ sagði Sabella fyrir HM. Það hefur borgað sig, en DiegoSimeone, þjálfari Atlético Madrid, hefur verið mjög hrifinn af Romero á mótinu. „Hann var virkilega góður á móti Íran. Ef þú ert með leikmann eins og Messi sem getur unnið leiki með einni spyrnu og markvörð sem vex með hverjum leik ertu í góðum málum. Ég er svo ánægður fyrir hans hönd. Romero er hógvær strákur sem leggur mikið á sig,“ segir Diego Simeone.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Schweinsteiger: Fullir tilhlökkunar Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Bayern München og þýska landsliðsins, er bjartsýnn fyrir úrslitaleikinn gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem fer fram í kvöld á Maracana vellinum í Rio de Janeiro. 13. júlí 2014 11:22 Messi: Mikilvægasti leikur lífs okkar Argentína mætir Þýskalandi í úrslitum HM 2014 í knattspyrnu í kvöld. 13. júlí 2014 12:30 Argentína hefur beðið í 24 löng ár eftir hefndinni Sömu lið og mættust í úrslitum HM 1990 spila í úrslitum HM í ár og Argentínumenn munu ekki sætta sig við annað tap gegn þýskum. 13. júlí 2014 10:00 Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Schweinsteiger: Fullir tilhlökkunar Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Bayern München og þýska landsliðsins, er bjartsýnn fyrir úrslitaleikinn gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem fer fram í kvöld á Maracana vellinum í Rio de Janeiro. 13. júlí 2014 11:22
Messi: Mikilvægasti leikur lífs okkar Argentína mætir Þýskalandi í úrslitum HM 2014 í knattspyrnu í kvöld. 13. júlí 2014 12:30
Argentína hefur beðið í 24 löng ár eftir hefndinni Sömu lið og mættust í úrslitum HM 1990 spila í úrslitum HM í ár og Argentínumenn munu ekki sætta sig við annað tap gegn þýskum. 13. júlí 2014 10:00
Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00