Segir landsmenn hafa tapað á verðsamráði Randver Kári Randversson skrifar 11. júlí 2014 14:35 Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar. Viðurkenning Húsasmiðjunnar á alvarlegum samkeppnislagabrotum og greiðsla 325 milljón króna sektar varpar ljósi á þau óhæfuverk sem Húsasmiðjan og Byko stunduðu gegn neytendum og Múrbúðinni. Samráð þessara tveggja fyrirtækja um verðlagningu á byggingavörum hefur hækkað byggingarkostnað um milljarða króna, með tilheyrandi vísitöluhækkun á lánum heimila og fyrirtækja. Þetta segir í fréttatilkynningu sem Múrbúðin hefur sent frá sér. Jafnframt segir í tilkynningunni að samráð Húsasmiðjunnar og Byko gegn Múrbúðinni hafi falist í samkeppnishamlandi verðlagningu sem leiddi til þess að Múrbúðin varð að hætta sölu á timbri og grófvöru. Þar með hafi þessi fyrirtæki rutt úr vegi einu alvöru samkeppninni sem var á þessum markaði. Í frétt Samkeppniseftirlitsins um sektargreiðslu Húsasmiðjunnar kemur fram að samráð hennar og Byko hafi einkum gengið út á að koma í veg fyrir að Múrbúðin næði fótfestu á markaði fyrir timbur og grófvöru. Meðal annars er upplýst að Húsasmiðjan viðurkennir að hafa beitt sér til að koma í veg fyrir að Múrbúðin fengi viðunandi viðskiptakjör hjá Steinullarverksmiðjunni. Húsasmiðjan og Byko áttu 50% í Steinullarverksmiðjunni. Á sínum tíma fullyrti forstjóri Steinullarverksmiðjunnar við Múrbúðina að þrýstingur eigenda hefði engin áhrif á viðskiptakjörin. Nú hefur hið gagnstæða verið staðfest. Það skýrir að sjálfsögðu hvers vegna Steinullarverksmiðjan var ófáanleg til að veita Múrbúðinni ásættanleg viðskiptakjör og kom þannig í veg fyrir verðlækkun á vörunni. Múrbúðin telur rétt að benda á að þótt fyrrum eigendur Húsasmiðjunnar hafi tekið að sér að greiða sektina, þá byggir núverandi markaðsstaða Húsasmiðjunnar á ólögmætri samkeppnishegðun fyrirtækisins á sínum tíma. Þeir starfsmenn Húsasmiðjunnar sem brutu samkeppnislög starfa þar enn, þó að þeir sæti sakamálaákæru. Lögbrot Húsasmiðjunnar áttu sér stað meðan fyrirtækið var í eigu Landsbankans og Framtakssjóðs og það er Landsbankinn sem tekur á sig greiðslu 325 milljón króna sektarinnar. Með öðrum orðum, landsmenn töpuðu á samkeppnislagabrotum Húsasmiðjunnar og Byko og nú borga landsmenn sektina fyrir það sem aðaleigendur Landsbankans, segir að lokum í tilkynningunni. Tengdar fréttir Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04 Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar greiðir 325 milljóna sekt Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á brotum Húsasmiðjunnar er lokið með sátt. Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., viðurkennir brot og greiðir 325 milljónir kr. í sekt. 11. júlí 2014 11:44 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Viðurkenning Húsasmiðjunnar á alvarlegum samkeppnislagabrotum og greiðsla 325 milljón króna sektar varpar ljósi á þau óhæfuverk sem Húsasmiðjan og Byko stunduðu gegn neytendum og Múrbúðinni. Samráð þessara tveggja fyrirtækja um verðlagningu á byggingavörum hefur hækkað byggingarkostnað um milljarða króna, með tilheyrandi vísitöluhækkun á lánum heimila og fyrirtækja. Þetta segir í fréttatilkynningu sem Múrbúðin hefur sent frá sér. Jafnframt segir í tilkynningunni að samráð Húsasmiðjunnar og Byko gegn Múrbúðinni hafi falist í samkeppnishamlandi verðlagningu sem leiddi til þess að Múrbúðin varð að hætta sölu á timbri og grófvöru. Þar með hafi þessi fyrirtæki rutt úr vegi einu alvöru samkeppninni sem var á þessum markaði. Í frétt Samkeppniseftirlitsins um sektargreiðslu Húsasmiðjunnar kemur fram að samráð hennar og Byko hafi einkum gengið út á að koma í veg fyrir að Múrbúðin næði fótfestu á markaði fyrir timbur og grófvöru. Meðal annars er upplýst að Húsasmiðjan viðurkennir að hafa beitt sér til að koma í veg fyrir að Múrbúðin fengi viðunandi viðskiptakjör hjá Steinullarverksmiðjunni. Húsasmiðjan og Byko áttu 50% í Steinullarverksmiðjunni. Á sínum tíma fullyrti forstjóri Steinullarverksmiðjunnar við Múrbúðina að þrýstingur eigenda hefði engin áhrif á viðskiptakjörin. Nú hefur hið gagnstæða verið staðfest. Það skýrir að sjálfsögðu hvers vegna Steinullarverksmiðjan var ófáanleg til að veita Múrbúðinni ásættanleg viðskiptakjör og kom þannig í veg fyrir verðlækkun á vörunni. Múrbúðin telur rétt að benda á að þótt fyrrum eigendur Húsasmiðjunnar hafi tekið að sér að greiða sektina, þá byggir núverandi markaðsstaða Húsasmiðjunnar á ólögmætri samkeppnishegðun fyrirtækisins á sínum tíma. Þeir starfsmenn Húsasmiðjunnar sem brutu samkeppnislög starfa þar enn, þó að þeir sæti sakamálaákæru. Lögbrot Húsasmiðjunnar áttu sér stað meðan fyrirtækið var í eigu Landsbankans og Framtakssjóðs og það er Landsbankinn sem tekur á sig greiðslu 325 milljón króna sektarinnar. Með öðrum orðum, landsmenn töpuðu á samkeppnislagabrotum Húsasmiðjunnar og Byko og nú borga landsmenn sektina fyrir það sem aðaleigendur Landsbankans, segir að lokum í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04 Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar greiðir 325 milljóna sekt Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á brotum Húsasmiðjunnar er lokið með sátt. Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., viðurkennir brot og greiðir 325 milljónir kr. í sekt. 11. júlí 2014 11:44 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04
Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar greiðir 325 milljóna sekt Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á brotum Húsasmiðjunnar er lokið með sátt. Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., viðurkennir brot og greiðir 325 milljónir kr. í sekt. 11. júlí 2014 11:44