"Ástandið er skelfilegt“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. júlí 2014 21:39 Sveinn Rúnar Hauksson. vísir/gva Yfir níutíu Palestínumenn hafa fallið í árásum Ísraelshers og á sjötta hundrað eru særðir. Stór hluti þessa hóps eru börn. Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður Ísland-Palestína segir ástandið skelfilegt. Hann telur árásirnar beinast gegn óbreyttum borgurum til að vekja skelfingu og ótta og lýsir árásum Ísraelsmanna sem þjóðarmorði. „Það eru ofboðslega sterk ítök Ísraelsríkis á Bandaríkjaþingi og hefur gríðarlega öflug áhrif. Obama þyrfti ekki annað að gera en að lyfta símanum sínum, hringja í Netanyahu Ísraelsforseta og jafnvel bara anda í símann,“ segir Sveinn. Hundruð sprengja skekja Gazasvæðið á hverri mínútu sem líður en átökin sem geisa þar eru þau allra verstu síðan í átta daga stríði Ísraels- og Palestínumanna árið 2012. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var kallað saman í dag og sóttu allir fimmtán meðlimir öryggisráðsins fundinn. Ban Ki-Moon framkvæmdastjóri SÞ fordæmir árásirnar og segir að nauðsynlegt sé að bregðast samstundis við ástandinu. „Tilfinningin sem fólkið fær er sú að það er lokað inni í risastóru fangelsi. Sprengjum rignir á það og það getur enga björg sér veitt. Það getur ekki komist burt og það er alls staðar skotið á það.“ Sveinn á marga góðkunningja á svæðinu sem hafa lýst ástandinu fyrir honum. Þeir segja það hræðilegt og jafnvel enn verra en stríð Ísraels- og Palestínumanna árið 2012. „Ástandið er skelfilegt. Alveg hræðilegt og staðfesti félagi minn það símleiðis í dag. Mér verður hugsað til kollega minna og vina sem vinna á sjúkrahúsum þarna. Hugurinn er stöðugt þarna niðurfrá og það er ekki hægt að hugsa um neitt annað. Ég vildi bara að ég gæti verið þarna,“ segir Sveinn. Vopn Palestínumanna eru talin heldur frumstæð og er þeim grandað nánast samstundis af Ísraelsher. Þau hafa engu manntjóni valdið og segir Sveinn að þarna sé ekki um stríð tveggja fylkinga að ræða. „Tækni Palestínumanna er svo gjörsamlega ólík þeirri tækni sem Ísraelsmenn búa yfir. Vopnin eru frumstæð og jafnvel heimatilbúin. Ísraelsher notar dróna og F16, þeir sprengja upp bíla, heimili, skjóta úr lofti og af sjó.Það er bara mikið rangnefni að kalla þetta stríð tveggja aðila. Þetta er stríð gegn palestínsku þjóðinni.“ Tengdar fréttir Íslendingar fari ekki til Gaza Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Gaza vegna ótryggs ástands þar. 10. júlí 2014 20:25 Enn er sprengt á Gaza-svæðinu Að minnsta kosti 15 Palestínumenn, þar með taldar tvær konur og barn, slösuðust í árásunum. 8. júlí 2014 07:37 Réttlæti fæst ekki með hóprefsingu og mannréttindabrotum Félagið Ísland-Palestína hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun. 7. júlí 2014 10:38 Öryggisráð SÞ kallað saman vegna átaka á Gaza Ban Ki-Moon, aðalframkvæmdastjóri SÞ, fordæmir árásirnar og biður Ísraelsforseta að virða alþjóðlegar skuldbindingar um vernd óbreyttra borgara en þau linnulausu átök sem geisa nú á Gazasvæðinu virðast ætla að stigmagnast frá degi til dags. 9. júlí 2014 23:54 Innrás á Gaza ekki útilokuð 9. júlí 2014 07:15 Tugir liggja í valnum eftir loftárásir Spennan heldur áfram að magnast á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna á Gazasvæðinu, en tuttugu og sjö liggja nú í valnum og yfir hundrað eru særðir eftir hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna í dag. 8. júlí 2014 23:46 Spennan magnast á Gazasvæðinu Fimm Palestínumenn hafa fallið í tugi loftárása Ísraelsmanna í dag. 8. júlí 2014 20:00 Níu fallnir í loftárásum Ísraelsmanna Níu palestínskir hermenn hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna, sem var svar við eldflaugaárásum á Ísrael. 7. júlí 2014 08:01 Segir líf Palestínumanna lítils metin í vestrænu pressunni Sveinn Rúnar Hauksson gagnrýnir fréttaflutning af ástandinu á Gaza-svæðinu. 3. júlí 2014 12:02 Ísraelar boða hertar árásir á Gaza Að minnsta kosti 35 hafa fallið í árásum ísraelshers á Gaza undanfarna daga, þeirra á meðal konur og börn. Enginn hefur fallið í árásum Hamas á Ísrael. 9. júlí 2014 20:00 Tuttugu féllu í loftárásum Ísraela í nótt Ísraelski herinn hélt áfram loftárásum sínum á Gaza í nótt og er talið að allt að tuttugu manns hafi fallið í þeim árásum og tugir særst. 10. júlí 2014 07:59 Flytja hermenn að Gaza Spenna hefur verið mikil í Ísrael og Palestínu eftir morð þriggja ísraelskra pilta og 17 ára drengs frá Palestínu. 3. júlí 2014 19:57 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Sjá meira
Yfir níutíu Palestínumenn hafa fallið í árásum Ísraelshers og á sjötta hundrað eru særðir. Stór hluti þessa hóps eru börn. Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður Ísland-Palestína segir ástandið skelfilegt. Hann telur árásirnar beinast gegn óbreyttum borgurum til að vekja skelfingu og ótta og lýsir árásum Ísraelsmanna sem þjóðarmorði. „Það eru ofboðslega sterk ítök Ísraelsríkis á Bandaríkjaþingi og hefur gríðarlega öflug áhrif. Obama þyrfti ekki annað að gera en að lyfta símanum sínum, hringja í Netanyahu Ísraelsforseta og jafnvel bara anda í símann,“ segir Sveinn. Hundruð sprengja skekja Gazasvæðið á hverri mínútu sem líður en átökin sem geisa þar eru þau allra verstu síðan í átta daga stríði Ísraels- og Palestínumanna árið 2012. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var kallað saman í dag og sóttu allir fimmtán meðlimir öryggisráðsins fundinn. Ban Ki-Moon framkvæmdastjóri SÞ fordæmir árásirnar og segir að nauðsynlegt sé að bregðast samstundis við ástandinu. „Tilfinningin sem fólkið fær er sú að það er lokað inni í risastóru fangelsi. Sprengjum rignir á það og það getur enga björg sér veitt. Það getur ekki komist burt og það er alls staðar skotið á það.“ Sveinn á marga góðkunningja á svæðinu sem hafa lýst ástandinu fyrir honum. Þeir segja það hræðilegt og jafnvel enn verra en stríð Ísraels- og Palestínumanna árið 2012. „Ástandið er skelfilegt. Alveg hræðilegt og staðfesti félagi minn það símleiðis í dag. Mér verður hugsað til kollega minna og vina sem vinna á sjúkrahúsum þarna. Hugurinn er stöðugt þarna niðurfrá og það er ekki hægt að hugsa um neitt annað. Ég vildi bara að ég gæti verið þarna,“ segir Sveinn. Vopn Palestínumanna eru talin heldur frumstæð og er þeim grandað nánast samstundis af Ísraelsher. Þau hafa engu manntjóni valdið og segir Sveinn að þarna sé ekki um stríð tveggja fylkinga að ræða. „Tækni Palestínumanna er svo gjörsamlega ólík þeirri tækni sem Ísraelsmenn búa yfir. Vopnin eru frumstæð og jafnvel heimatilbúin. Ísraelsher notar dróna og F16, þeir sprengja upp bíla, heimili, skjóta úr lofti og af sjó.Það er bara mikið rangnefni að kalla þetta stríð tveggja aðila. Þetta er stríð gegn palestínsku þjóðinni.“
Tengdar fréttir Íslendingar fari ekki til Gaza Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Gaza vegna ótryggs ástands þar. 10. júlí 2014 20:25 Enn er sprengt á Gaza-svæðinu Að minnsta kosti 15 Palestínumenn, þar með taldar tvær konur og barn, slösuðust í árásunum. 8. júlí 2014 07:37 Réttlæti fæst ekki með hóprefsingu og mannréttindabrotum Félagið Ísland-Palestína hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun. 7. júlí 2014 10:38 Öryggisráð SÞ kallað saman vegna átaka á Gaza Ban Ki-Moon, aðalframkvæmdastjóri SÞ, fordæmir árásirnar og biður Ísraelsforseta að virða alþjóðlegar skuldbindingar um vernd óbreyttra borgara en þau linnulausu átök sem geisa nú á Gazasvæðinu virðast ætla að stigmagnast frá degi til dags. 9. júlí 2014 23:54 Innrás á Gaza ekki útilokuð 9. júlí 2014 07:15 Tugir liggja í valnum eftir loftárásir Spennan heldur áfram að magnast á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna á Gazasvæðinu, en tuttugu og sjö liggja nú í valnum og yfir hundrað eru særðir eftir hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna í dag. 8. júlí 2014 23:46 Spennan magnast á Gazasvæðinu Fimm Palestínumenn hafa fallið í tugi loftárása Ísraelsmanna í dag. 8. júlí 2014 20:00 Níu fallnir í loftárásum Ísraelsmanna Níu palestínskir hermenn hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna, sem var svar við eldflaugaárásum á Ísrael. 7. júlí 2014 08:01 Segir líf Palestínumanna lítils metin í vestrænu pressunni Sveinn Rúnar Hauksson gagnrýnir fréttaflutning af ástandinu á Gaza-svæðinu. 3. júlí 2014 12:02 Ísraelar boða hertar árásir á Gaza Að minnsta kosti 35 hafa fallið í árásum ísraelshers á Gaza undanfarna daga, þeirra á meðal konur og börn. Enginn hefur fallið í árásum Hamas á Ísrael. 9. júlí 2014 20:00 Tuttugu féllu í loftárásum Ísraela í nótt Ísraelski herinn hélt áfram loftárásum sínum á Gaza í nótt og er talið að allt að tuttugu manns hafi fallið í þeim árásum og tugir særst. 10. júlí 2014 07:59 Flytja hermenn að Gaza Spenna hefur verið mikil í Ísrael og Palestínu eftir morð þriggja ísraelskra pilta og 17 ára drengs frá Palestínu. 3. júlí 2014 19:57 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Sjá meira
Íslendingar fari ekki til Gaza Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Gaza vegna ótryggs ástands þar. 10. júlí 2014 20:25
Enn er sprengt á Gaza-svæðinu Að minnsta kosti 15 Palestínumenn, þar með taldar tvær konur og barn, slösuðust í árásunum. 8. júlí 2014 07:37
Réttlæti fæst ekki með hóprefsingu og mannréttindabrotum Félagið Ísland-Palestína hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun. 7. júlí 2014 10:38
Öryggisráð SÞ kallað saman vegna átaka á Gaza Ban Ki-Moon, aðalframkvæmdastjóri SÞ, fordæmir árásirnar og biður Ísraelsforseta að virða alþjóðlegar skuldbindingar um vernd óbreyttra borgara en þau linnulausu átök sem geisa nú á Gazasvæðinu virðast ætla að stigmagnast frá degi til dags. 9. júlí 2014 23:54
Tugir liggja í valnum eftir loftárásir Spennan heldur áfram að magnast á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna á Gazasvæðinu, en tuttugu og sjö liggja nú í valnum og yfir hundrað eru særðir eftir hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna í dag. 8. júlí 2014 23:46
Spennan magnast á Gazasvæðinu Fimm Palestínumenn hafa fallið í tugi loftárása Ísraelsmanna í dag. 8. júlí 2014 20:00
Níu fallnir í loftárásum Ísraelsmanna Níu palestínskir hermenn hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna, sem var svar við eldflaugaárásum á Ísrael. 7. júlí 2014 08:01
Segir líf Palestínumanna lítils metin í vestrænu pressunni Sveinn Rúnar Hauksson gagnrýnir fréttaflutning af ástandinu á Gaza-svæðinu. 3. júlí 2014 12:02
Ísraelar boða hertar árásir á Gaza Að minnsta kosti 35 hafa fallið í árásum ísraelshers á Gaza undanfarna daga, þeirra á meðal konur og börn. Enginn hefur fallið í árásum Hamas á Ísrael. 9. júlí 2014 20:00
Tuttugu féllu í loftárásum Ísraela í nótt Ísraelski herinn hélt áfram loftárásum sínum á Gaza í nótt og er talið að allt að tuttugu manns hafi fallið í þeim árásum og tugir særst. 10. júlí 2014 07:59
Flytja hermenn að Gaza Spenna hefur verið mikil í Ísrael og Palestínu eftir morð þriggja ísraelskra pilta og 17 ára drengs frá Palestínu. 3. júlí 2014 19:57