Landsliðsþjálfari Ástrala í handbolta, Daninn Jan Ottosen, vandar forystu alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, ekki kveðjurnar.
Hann segir í samtali við Ekstrabladet að leikmenn ástralska landsliðsins hafi greitt úr eigin vasa rúma hálfa milljón hver vegna sjö æfingaferða til að búa liðið undir leikina við Nýsjálendinga um sæti á HM á næsta ári.
Ástralar unnu báða leikina, 22-18 og 32-18 og töldu sig hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni í Katar.
Ottosen var ráðinn þjálfari Ástrala fyrir sjö mánuðum til þess að búa þá undir leikina við Ný-Sjálendinga.
Hann segir í samtali við Ekstrabladet að hann hafi verið á sultarlaunum en hann átti að fá prósentur af tekjum sem handknattleikssamband Ástala hefði fengið með þátttöku á HM í byrjun næsta árs.
"Ætlar IHF að bæta mér skaðann?" spyr danski þjálfarinn.
Ottosen er harðorður í garð forseta alþjóða handknattleikssambandsins, Hassan Moustafa, sem hann segir hafa myndað vinatengsl við „handboltastórveldin“, Cookeyjar, Samóaeyjar, Mikrónesíu og fleiri til að tryggja sér forsetastólinn.
Landsliðsþjálfari Ástralíu brjálaður
Arnar Björnsson skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn

Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn





