Handbolti

Landsliðsþjálfari Ástralíu brjálaður

Arnar Björnsson skrifar
Ein af stjörnum Ástralíu, Caleb Cahan, á ferðinni á síðasta HM.
Ein af stjörnum Ástralíu, Caleb Cahan, á ferðinni á síðasta HM. vísir/afp
Landsliðsþjálfari Ástrala í handbolta, Daninn Jan Ottosen, vandar forystu alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, ekki kveðjurnar.    

Hann segir í samtali við Ekstrabladet að leikmenn ástralska landsliðsins hafi greitt úr eigin vasa rúma hálfa milljón hver vegna sjö æfingaferða til að búa liðið undir leikina við Nýsjálendinga um sæti á HM á næsta ári.  

Ástralar unnu báða leikina, 22-18 og 32-18 og töldu sig hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni í Katar.  

Ottosen var ráðinn þjálfari Ástrala fyrir sjö mánuðum til þess að búa þá undir leikina við Ný-Sjálendinga.  

Hann segir í samtali við Ekstrabladet að hann hafi verið á sultarlaunum en hann átti að fá prósentur af tekjum sem handknattleikssamband Ástala hefði fengið með þátttöku á HM í byrjun næsta árs.   

"Ætlar IHF að bæta mér skaðann?" spyr danski þjálfarinn. 

Ottosen er harðorður í garð forseta alþjóða handknattleikssambandsins, Hassan Moustafa, sem hann segir hafa myndað vinatengsl við „handboltastórveldin“, Cookeyjar, Samóaeyjar, Mikrónesíu og fleiri til að tryggja sér forsetastólinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×