Erlent

Norska lögreglan lækkar viðbúnaðarstig

Atli Ísleifsson skrifar
Norska ríkisstjórnin og öryggislögreglan varaði í síðustu viku við að raunveruleg hætta stafi gegn öryggi norska ríkisins. Var íslamskur öfgahópur í Sýrlandi sagður tengjast málinu.
Norska ríkisstjórnin og öryggislögreglan varaði í síðustu viku við að raunveruleg hætta stafi gegn öryggi norska ríkisins. Var íslamskur öfgahópur í Sýrlandi sagður tengjast málinu. Vísir/AP
Lögregla í Noregi mun lækka viðbúnaðarstig vegna þeirrar hryðjuverkaógnar sem steðjar að landinu. Draga mun úr lögreglueftirliti þegar í fyrramálið og verður lögreglumönnum á vakt fækkað. Þeir lögreglumenn sem þó eru að störfum munu áfram vera vopnaðir, en lögregla í Noregi er vanalega óvopnuð.

Þetta kom fram á fréttamannafundi norsku lögreglunnar sem fram fór síðdegis. Talsmaður lögreglu sagði lögregluumdæmin vera reiðubúin ef ske kynni að viðbúnaðarstig yrði aftur hækkað.

Landamæraeftirlit verður áfram meira en vanalega og verður svo áfram, fram til 12. ágúst. „Boðskapurinn er sá að fólk getur ferðast líkt og vanalega. Vissulega er eftirlit á landamærum og þetta getur tekið aðeins lengri tíma en fólk á að venjast. Menn verða að muna að taka með sér vegabréf,“ sagði talsmaður lögreglu á fréttamannafundi.


Tengdar fréttir

Íslendingar hugsi yfir hryðjuverkaógn

Íslendingar hafa hringt í sendiráðið í Ósló til að spyrja hvort óhætt sé að ferðast þangað. Íslenski sendiherrann hvetur fólk til þess að kynna sér upplýsingar frá norskum stjórnvöldum áður en það fer. Ekki sé ástæða til að vara við ferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×