Fótbolti

Löw áfram með þýska landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins, mun standa við samning sinn og þjálfa liðið að minnsta kosti fram yfir EM 2016.

„Já, sem stendur get ég ekki ímyndað mér neitt betra en að halda áfram að þjálfa þetta lið og fara með það á EM í Frakklandi,“ sagði Löw í viðtali á heimasíðu þýska sambandsins í dag.

„Ég vil halda áfram að þróa leik liðsins og einstaka leikmenn. Ég finn fyrir jafn mikilli hvatningu til að sinna starfi mínu og þann dag sem ég tók við því.“

Þjóðverjar urðu heimsmeistarar í Brasilíu fyrr í mánuðinum en Löw segir að liðið eigi sér önnur markmið. „Við náðum frábærum árangri í Brasilíu en það eru önnur markmið sem þarf að ná. Sigurinn á HM var ekki endastöð.“

Hann segist ekkert hafa hugleitt hvort hann muni láta svo af störfum þegar samningurinn rennur út árið 2016, tíu árum eftir að hann byrjaði að starfa fyrir þýska sambandið.


Tengdar fréttir

Löw fann til með brasilísku þjóðinni

Joachim Löw fann til með brasilísku þjóðinni eftir niðurlægjandi 7-1 tap gegn Þýskalandi í gær á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×