Íslenski boltinn

Rúnar kominn með UEFA Pro þjálfaragráðu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Kristinsson tekur við skírteninu úr hendi Steves McClaren.
Rúnar Kristinsson tekur við skírteninu úr hendi Steves McClaren. KSÍ
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, útskrifaðist á dögunum með UEFA Pro þjálfaragráðu. Greint var frá þessu á heimasíðu KSÍ.

Rúnar sótti þjálfaranámskeiðið, sem tók um 18 mánuði, hjá enska knattspyrnusambandinu og útskrifaðist í lok síðasta mánaðar.

Með Rúnari á námskeiðinu voru þekktir kappar á borð við Ryan Giggs og Paul Ince.

Rúnar tók við UEFA Pro skírteninu úr hendi Steves McClaren, núverandi þjálfara Derby County og fyrrverandi þjálfara enska landsliðsins, eins og sjá má hér á myndinni til vinstri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×