Segja ofsóknir IS í Írak orðnar að þjóðarmorði Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2014 19:28 Gífurlega margir eru á vergangi í Írak. Vísir/AFP Kristnir prestar í Írak og Sýrlandi segja að ofsóknir IS samtakanna, Íslamska ríkisins, gegn minnihlutahópum séu orðnar að þjóðarmorði. Tugir þúsundir kristinna og annarra minnihlutahópa í norðurhluta Írak hafa þegar flúið heimili sín undan sókn IS. Biskupinn Athanasius Toma Dawod segir Guardian að hernám IS á borginnin Qaragosh, hafi markað ákveðin tímamót fyrir kristið fólk í landinu. Frá innrás Bandaríkjanna í Írak árið 2003 hefur kristinn minnihluti í landinu orðið fyrir auknum ofsóknum. „Nú köllum við það þjóðarmorð. Þjóðernishreinsun. Þeir eru að myrða okkar fólk í nafni Allah," segir Dawod við Guardian. Þá segir hann IS hafa það fyrir fólki að með því að drepa kristið fólk eigi það greiða leið að himnaríki. „Þeir hafa brennt kirkjur og mjög gamlar bækur. Þeir hafa skemmt krossa og styttur af Maríu mey.“ Við þetta bætir hann að IS breyti einnig kirkjum í moskur. Louis Sako, leiðtogi kaþólikka í Írak segir að um hundrað þúsund kristinna vera á flótta og biður Evrópusambandið og Bretland um að koma þeim til aðstoðar áður en það yrði of seint. Flestir sem eru á flótta hafa sett stefnuna á Irbil, höfuðborg sjálfstjórnarsvæðis Kúrda. Fyrr í mánuðinum flúði mikill fjöldi fólks sem tilheyrir minnihlutahópnum Jasídar, þegar IS hertók bæinn Sinjar upp nærliggjandi fjallgarð. AP fréttaveitan segir vígamenn hafa tekið hundruð ungra kvenna höndum. Fjöldi Jasída sitja nú fastir í fjöllunum. Fólkið býr yfir fáum birgðum, en bæði Bretar og Bandaríkjamenn hafa notast við flugvélar til að koma birgðum til þeirra.Hér má sjá yfirlit yfir stöðu mála í Írak. Kortið er þó á ensku.Vísir/GraphicNEWS Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Kristnir prestar í Írak og Sýrlandi segja að ofsóknir IS samtakanna, Íslamska ríkisins, gegn minnihlutahópum séu orðnar að þjóðarmorði. Tugir þúsundir kristinna og annarra minnihlutahópa í norðurhluta Írak hafa þegar flúið heimili sín undan sókn IS. Biskupinn Athanasius Toma Dawod segir Guardian að hernám IS á borginnin Qaragosh, hafi markað ákveðin tímamót fyrir kristið fólk í landinu. Frá innrás Bandaríkjanna í Írak árið 2003 hefur kristinn minnihluti í landinu orðið fyrir auknum ofsóknum. „Nú köllum við það þjóðarmorð. Þjóðernishreinsun. Þeir eru að myrða okkar fólk í nafni Allah," segir Dawod við Guardian. Þá segir hann IS hafa það fyrir fólki að með því að drepa kristið fólk eigi það greiða leið að himnaríki. „Þeir hafa brennt kirkjur og mjög gamlar bækur. Þeir hafa skemmt krossa og styttur af Maríu mey.“ Við þetta bætir hann að IS breyti einnig kirkjum í moskur. Louis Sako, leiðtogi kaþólikka í Írak segir að um hundrað þúsund kristinna vera á flótta og biður Evrópusambandið og Bretland um að koma þeim til aðstoðar áður en það yrði of seint. Flestir sem eru á flótta hafa sett stefnuna á Irbil, höfuðborg sjálfstjórnarsvæðis Kúrda. Fyrr í mánuðinum flúði mikill fjöldi fólks sem tilheyrir minnihlutahópnum Jasídar, þegar IS hertók bæinn Sinjar upp nærliggjandi fjallgarð. AP fréttaveitan segir vígamenn hafa tekið hundruð ungra kvenna höndum. Fjöldi Jasída sitja nú fastir í fjöllunum. Fólkið býr yfir fáum birgðum, en bæði Bretar og Bandaríkjamenn hafa notast við flugvélar til að koma birgðum til þeirra.Hér má sjá yfirlit yfir stöðu mála í Írak. Kortið er þó á ensku.Vísir/GraphicNEWS
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira