Kominn tími á að endurskoða reglur um blóðgjafir 7. ágúst 2014 20:00 Lögsögumaður Evrópudómstólsins dregur í efa að réttmætt sé að banna karlmönnum, sem stunda kynlíf með sama kyni, að gefa blóð. Lögfræðingur segir að það sé tími til kominn að endurskoða reglur um blóðgjafir hér á landi. Í júlí síðastliðnum gaf lögsögumaður Evrópudómstólsins álit í máli fransks karlmanns sem var synjað um að gefa blóð vegna kynhneigðar sinnar. Þar kemur fram að kynhegðun ein og sér réttlæti ekki útskúfun ákveðins hóps frá því að gefa blóð. Hjördís Birna Hjartardóttir, lögfræðingur, segir að álitið gefi vísbendingu um að bannið standist ekki skoðun. „Þessi tiltekna máli er ekki lokið en þetta er mjög sterk vísbending um hvernig því mun ljúka. Það auðvitað styrkir okkur í þeirri trú að þetta bann standist ekki, hvorki læknis- né lögfræðilega,“ segir hún. Átján ára gamall samkynhneigður karlmaður lagði árið 2011 fram stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar blóðbankans um að meina honum að gefa blóð. Landspítali andmælti kærunni og vísaði sérstaklega í dóm þar sem blóð er flokkað sem vara, og samkvæmt honum ættu allir rétt á að fá eins örugga vöru og mögulegt sé. Óörugg vara, líkt og blóð samkynhneigðra manna yrði að teljast gölluð. Hjördís var ein lögmanna mannsins. Hún segir að tímabært sé að endurskoða reglur um blóðgjafir hér á landi eins og gert hefur verið í nágrannalöndum okkar. „Jafnvel þó að niðurstaðan væri sú að þessi hópur væri í aukinni áhættu þá gengur bannið einfaldlega of langt. Lönd eins og Finnland, Svíþjóð og Bretland eru allt lönd sem hafa fallið frá þessu fortakslausa banni. Það er kominn tími á að reglurnar verði endurskoðaðar hér líka“. Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Lögsögumaður Evrópudómstólsins dregur í efa að réttmætt sé að banna karlmönnum, sem stunda kynlíf með sama kyni, að gefa blóð. Lögfræðingur segir að það sé tími til kominn að endurskoða reglur um blóðgjafir hér á landi. Í júlí síðastliðnum gaf lögsögumaður Evrópudómstólsins álit í máli fransks karlmanns sem var synjað um að gefa blóð vegna kynhneigðar sinnar. Þar kemur fram að kynhegðun ein og sér réttlæti ekki útskúfun ákveðins hóps frá því að gefa blóð. Hjördís Birna Hjartardóttir, lögfræðingur, segir að álitið gefi vísbendingu um að bannið standist ekki skoðun. „Þessi tiltekna máli er ekki lokið en þetta er mjög sterk vísbending um hvernig því mun ljúka. Það auðvitað styrkir okkur í þeirri trú að þetta bann standist ekki, hvorki læknis- né lögfræðilega,“ segir hún. Átján ára gamall samkynhneigður karlmaður lagði árið 2011 fram stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar blóðbankans um að meina honum að gefa blóð. Landspítali andmælti kærunni og vísaði sérstaklega í dóm þar sem blóð er flokkað sem vara, og samkvæmt honum ættu allir rétt á að fá eins örugga vöru og mögulegt sé. Óörugg vara, líkt og blóð samkynhneigðra manna yrði að teljast gölluð. Hjördís var ein lögmanna mannsins. Hún segir að tímabært sé að endurskoða reglur um blóðgjafir hér á landi eins og gert hefur verið í nágrannalöndum okkar. „Jafnvel þó að niðurstaðan væri sú að þessi hópur væri í aukinni áhættu þá gengur bannið einfaldlega of langt. Lönd eins og Finnland, Svíþjóð og Bretland eru allt lönd sem hafa fallið frá þessu fortakslausa banni. Það er kominn tími á að reglurnar verði endurskoðaðar hér líka“.
Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira