Fótbolti

Svakalegar markvörslur Hannesar í Noregi | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hannes Þór Halldórsson á æfingu með Sandnes.
Hannes Þór Halldórsson á æfingu með Sandnes. mynd/sandnesulf.no
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands í knattspyrnu, hefur átt frábæra leiktíð með Sandnes Ulf í norsku úrvalsdeildinni.

Þó liðið sé í erfiðum málum á botni deildarinnar með tíu stig eftir átján umferðir, átta stigum frá öruggu sæti, hefur Hannes fengið mikið lof fyrir sína frammistöðu. Liðið er talið hafa verið í mun verri málum væri hann ekki að spila jafnvel og raun ber vitni.

„Hannes er besti markvörður deildarinnar. Hann er mjög traustur í teignum og með mögnuð viðbrögð. Hann er líka leiðtogi og fer fyrir okkar liði með góðu fordæmi,“ sagði AsleAndersen, þjálfari Sandnes Ulf, eftir tapleik gegn meisturum Strömsgodset þar sem Hannes Þór varði hvað eftir annað.

Í einkunnagjöf Verdens Gang er Hannes Þór á meðal tíu bestu leikmanna deildarinnar líkt og Viðar Örn Kjartansson, en það gefur til kynna hversu öflugur Hannes Þór hefur verið fyrir botnliðið.

Hér að neðan má sjá myndband með helstu tilþrifum landsliðsmarkvarðarins í norsku úrvalsdeildinni í sumar, en hann virðist ætla að koma sterkur til leiks í undankeppni EM 2016 með íslenska landsliðinu í haust.

Hannes Halldorsson - Goalkeeper of Sandnes and Iceland - 2014 highlights from Sportic Players Management on Vimeo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×