Fótbolti

Ancelotti: Khedira verður áfram hjá Real Madrid

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sami Khedira er ekki á leið til Arsenal.
Sami Khedira er ekki á leið til Arsenal. Vísir/Getty
Ólíklegt verður að teljast að þýski miðjumaðurinn Sami Khedira sé á leið til Arsenal.

Á blaðamannafundi fyrir leikinn um Ofurbikar Evrópu í kvöld þvertók Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, fyrir að Khedira væri leiðinni frá Evrópumeisturunum.

„Hann er ekki á förum,“ sagði ítalski þjálfarinn. „Hann er leikmaður Real Madrid. Hann er með samning til 30. júní 2015 og það þarf ekki ræða það neitt frekar.“

Khedira hefur verið í herbúðum Real Madrid frá 2010. Hann hefur einu sinni orðið Spánarmeistari með liðinu, tvisvar bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari. Hann missti af stærstum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla, en náði sér í tæka tíð fyrir HM þar sem Þjóðverjar fóru með sigur af hólmi.

Real Madrid, sigurvegarar Meistaradeildar Evrópu, og Sevilla, sigurvegarar Evrópudeildarinnar, mætast á Cardiff City Stadium í Cardiff í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir

Arsenal lagði fram tilboð í Khedira

Spænski miðillinn AS fullyrðir í dag að Arsenal hafi lagt fram tilboð í Sami Khedira, leikmann Real Madrid og þýska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×