Lífið

Fjögurra ára trymbill gerir það gott á Gay Pride

Bjarki Ármannsson skrifar
Eins og sést var Moritz pollrólegur á stóra sviðinu.
Eins og sést var Moritz pollrólegur á stóra sviðinu. Vísir/Vilhelm
Athugulustu gestir gleðigöngunnar í Reykjavík um helgina tóku ef til vill eftir því að óvenju ungur slagverksleikari var Kjartani Braga Bjarnasyni til halds og trausts bak við trommusettið á tónleikum Kimono. Um er að ræða Moritz, fjögurra og hálf árs gamlan son Kjartans Braga, sem fékk að aðstoða pabba sinn á tónleikunum.

„Þetta er í fyrsta skipti sem hann hefur viljað koma á svið með mér,“ segir Kjartan Bragi. „Hann fékk að koma með mér í hljóðprufuna fyrr um daginn. Svo þegar það var komið að þessu, vildi hann bara endilega koma með að spila.“

Trymbillinn ungi spilaði að sögn Kjartans Braga einungis í tveimur lögum með sveitinni.

„Hann spilaði bara með kjuðunum sínum í fyrra laginu. Svo þegar það var búið, spurði hann hvort hann mætti fá hristuna. Og ég sagði jájá, það er bara fínt.“

En var sá stutti ekkert stressaður fyrir því að þreyta frumraun sína á svona stórum tónleikum?

„Ég spurði hvort væri til í að spila fyrir framan svona marga og það var ekkert mál. Hann var talsvert rólegri en ég.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.