Erlent

Pútín hótaði Úkraínu vegna viðskiptasamnings

Atli Ísleifsson skrifar
Fundur forsetanna var sá fyrsti síðan í júní.
Fundur forsetanna var sá fyrsti síðan í júní. Vísir/AFP
Vladimír Pútín Rússlandsforseti varaði Petró Pórósjenkó Úkraínuforseta við að efla sókn sína gegn aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu sem eru á bandi Rússlandsstjórnar. Hótaði Pútín að beita Úkraínu efnahagslegum mótaðgerðum vegna viðskiptasamnings þeirra við Evrópusambandið.

Forsetarnir tveir funduðu í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, fyrr í dag þar sem þeir tókust í hendur í upphafi fundar. Fundur forsetanna var sá fyrsti síðan í júní.

Pórósjenkó fór fram á að rússnesk stjórnvöld stöðvuðu vopnasendingar sínar til aðskilnaðarsinna þegar í stað. Rússar hafa þó hafnað öllum slíkum ásökunum.

Í frétt Reuters kemur fram að Pútín hafi sagt að Rússar myndu verða af um 100 milljörðum rúbla, um 320 milljörðum króna, ef evrópskar vörur næðu á markaði um Úkraínu vegna viðskiptasamnings Úkraínu og ESB sem skrifað var undir í júní. Gangi slíkt eftir myndu rússnesk stjórnvöld beita Úkraínu frekari efnahagslegum mótaðgerðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×