Lífið

„Við ætlum að dansa til að gleyma“

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/sáp
„Útlitið segir nú ekki allt,“ sögðu Friðrik Vader Jónsson og Matthías Einarsson, tveir grjótharðir aðdáendur Justin Timberlake, fyrir utan Kórinn í kvöld. Þeir voru á leiðinni á tónleika með popparanum.

Gus Gus hitar upp fyrir Timberlake en Timberlake sjálfur mun stíga á stokk klukkan 21.

„Við erum klárlega aðdáendur. Ég hef fílað hann alveg frá því að hann hætti í NSYNC. Ég var alltaf meira í Backstreet Boys maður.“

Drengirnir náðu ekki í miða þegar miðasalan hófst og grétu þeir sig í svefn.

„Þetta reddaðist bara á endanum. Þetta er búið að vera draumur svolítið lengi og við ætlum að dansa til að gleyma.“

Húsið opnaði klukkan 18. Upphitun GusGus hefst klukkan 19:30 en plötusnúðurinn DJ Freestyle Steve mun spila frá 20:15 og þar til Justin stígur á svið.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×