Lífið samstarf

CeWe- ljósmyndabók frá Elko

ELKO býður upp á framköllunarþjónustu í samstarfi við þýska fyrirtækið CeWe. Öll framleiðsla fer fram í Þýskalandi og eru pantanir sendar vikulega til ELKO. „Í boði eru CeWe-ljósmyndabækur, stafræn framköllun, stækkanir, dagatöl, púsluspil, kaffikönnur og margt fleira,“ segir Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir, vefstjóri hjá ELKO.

„Til að halda verði í lágmarki er bæði heimasíða og hugbúnaður fyrir framköllunarþjónustu á ensku en starfsfólk ELKO aðstoðar fólk eftir bestu getu og svarar öllum þeim spurningum sem vakna þegar viðskiptavinir panta hjá okkur. Hægt er að fá aðstoð í símaveri ELKO eða með því að senda fyrirspurnir á framkollun@elko.is.”

Safnaðu saman myndum úr brúðkaupi, ferðalagi eða myndum af fjölskyldunni og búðu til þína eigin LJÓSMYNDABÓK til að geyma minningar eða gefa. CeWe býður upp á margar gerðir og stærðir af ljósmyndabókum, átta stærðir eru í boði, allt frá 11x15 cm til 38x29 cm XXL-bók. Bókin er prentuð á hefðbundinn ljósmyndapappír sem gefur góða liti og skerpu en einnig er hægt að velja háglanspappír. Bækurnar eru fáanlegar sem hefti, með mjúkri kápu eða með harðspjaldakápu.

Láttu hugmyndaflugið njóta sín með því að búa til þína eigin matreiðslubók, smásögubók eða ljóðabók sem er persónuleg og sérstök gjöf. Raðaðu myndunum handvirkt í bókina eða notaðu forritið til að setja upp síðurnar. 

Nánari upplýsingar um framköllunarþjónustuna er að finna á hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×