Uppbótartíminn: Enginn Evrópublús hjá Stjörnunni | Myndbönd 1. september 2014 00:01 Stjarnan og KR mættust í frábærum leik. Vísir/Stefán Átjánda umferð Pepsi-deildar karla fór fram í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH og Stjarnan unnu bæði sína leiki og eru enn ósigruð á toppi deildarinnar. Fram vann mikilvægan sigur á Keflavík og hafði sætaskipti við Fjölni sem er kominn í fallsæti. Þórsarar halda áfram að tapa, en Valsmenn unnu ÍBV eftir þrjá tapleiki í röð.Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:KR - StjarnanFH - FjölnirBreiðablik - FylkirValur - ÍBVÞór - VíkingurKeflavík - FramValsmenn, með fagurskeggjaðan Þórð Steinar Hreiðarsson í forgrunni, fagna marki gegn ÍBV.Vísir/StefánGóð umferð ... ... StjörnunaStjörnumenn máttu þola stórtap gegn Inter á San Siro á fimmtudaginn og mættu í Vesturbæinn án dönsku varnarmannanna Nicklas Vemmelund og Martin Rauschenberg. Þrátt fyrir að þrír af fjórum í varnarlínu Garðarbæjarliðsins í leiknum væru ekki að spila sínar venjulegu stöður og liðið hafi endað leikinn með þrjá 19 ára stráka inn á unnu Stjörnumenn gríðarlega sterkan sigur á KR-liði sem hafði verið á góðri siglingu á undanförnum vikum.... FHFH-ingar voru í hlutlausum gír í fyrri hálfleik, en þeir gáfu í í þeim seinni og unnu að lokum öruggan 4-0 sigur á Fjölni. Þetta var þriðji sigur FH-inga í röð og þeir hafa ekki enn tapað leik í deildinni. FH hélt einnig hreinu enn eina ferðina, en liðið hefur aðeins fengið á sig 11 mörk í 17 leikjum.... FramFramarar gerðu góða ferð til Keflavíkur og unnu sinn þriðja sigur í síðustu fimm leikjum. Keflvíkingar leiddu í hálfleik með marki Harðar Sveinssonar, en lærisveinar Bjarna Guðjónssonar komu sterkir til leiks í seinni hálfleik. Hafsteinn Briem, Aron Bjarnason, Jóhannes Karl Guðjónsson og Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoruðu sitt markið hver og tryggðu Fram gríðarlega mikilvægan sigur.Vond umferð fyrir ... ... KeflavíkKeflvíkingar eru komnir í virkilega slæm mál eftir 2-4 tap fyrir Fram á heimavelli. Lærisveinar Kristjáns Guðmundssonar hafa aðeins unnið einn af síðustu 15 deildarleikjum sínum og það er fátt sem bendir til að þar verði breyting á. Keflavík er nú aðeins þremur stigum frá fallsæti.... FjölniFjölnismönnum gengur álíka illa að vinna fótboltaleiki og Keflavík og eftir tapið gegn FH í gær eru þeir komnir í fallsæti. Ágúst Gylfason og hans menn eru í miklum vandræðum, en Fjölnir hefur aðeins unnið einn sigur í síðustu 16 deildarleikjum. Fjölnir á næst leik gegn Fram sem er algjör úrslitaleikur fyrir Grafarvogsliðið.... Abel DhariaÚgandamaðurinn gerði sig sekan um fáránleg mistök þegar hann missti fyrirgjöf Magnúsar Más Lúðvíkssonar beint fyrir fætur Hauks Pál Sigurðssonar, fyrirliða Vals, sem setti boltann í autt markið. Ekki fyrsta markið sem Abel gefur mótherjum ÍBV í sumar.Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans eru með tveggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildarinnar.Vísir/StefánTölfræðin: *Jonathan Glenn, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, er ekki búinn að skora á síðustu 549 mínútum sem hann hefur spilað upp á landi. *Valsmenn héldu marki sínu hreinu í fyrsta sinn síðan 22. júní en þeir voru búnir að fá á sig mark í átta leikjum í röð. *Chukwudi Chijindu bíður enn eftir sínu fyrsta markið í Pepsi-deildinni í sumar en þerra var hans sjöundi leikur í deildinni í sumar. Chuck er nú búinn að spila í 603 mínútur án þess að skora. *Þetta er í fyrsta sinn síðan sumarið 1981 þar sem Víkingar vinna báða leikina við Þór í efstu deild. Þá varð Víkingur meistari en Þór féll. *Víkingar hafa ekki skorað í fyrri hálfleik í sex síðustu leikjum sínum í Pepsi-deildinni. *KR var fyrir leikinn búið að spila 21 leik í röð í deild (18) og bikar (3) á KR-vellinum án þess að tapa (19 sigrar og 2 jafntefli). *Stjarnan varð fyrsta liðið til að vinna KR á KR-vellinum í Pepsi-deildinni síðan að Blikar afrekuðu það 16. september 2012. *Stjörnumenn voru undir í hálfleik í fyrsta sinn síðan 27. júní þegar þeir unnu 2-1 endurkomusigur á Fram. Þetta eru einu tveir leikirnir sem Stjarnan hefur verið undir í hálfleik í Pepsi-deildinni í sumar. *Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, fékk á sig þrjú mörk í fyrsta sinn í Pepsi-deildinni í sumar. *Keflvíkingar hafa ekki unnið í síðustu 7 deildarleikjum sínum á Nettó-vellinum í Keflavík (3 jafntefli og 4 töp). *Áttundi leikurinn í Pepsi-deildinni í sumar sem Keflavík missir forystu niður í jafntefli eða tap. *Fram skoraði jafnmikið í sigrinum í Keflavík og í sjö deildarleikjum liðsins þar á undan.*Breiðablik jafnaði met KR frá 1982 með því að gera sitt 11. jafntefli í Pepsi-deildinni í sumar. *Breiðabliksliðið hefur aðeins tapað 2 af fyrstu 12 deildarleikjum sínum undir stjórn Gumma Ben. *Fylkir voru yfir í hálfleik í fimmta leiknum í röð í Pepsi-deildinni. Markatalan fyrir hlé í þessum fimm leikjum 7-1. *Blikar eru þrisvar sinnum búnir að fá á sig jöfnunarmark á síðasta stundarfjórðungnum í síðustu fjórum leikjum sínum í Pepsi-deildinni. *Róbert Örn Óskarsson hélt FH-markinu hreinu í 9. sinn í Pepsi-deildinni í sumar. *Ingimundur Níels Óskarsson hefur bara skorað fyrsta mark FH í þeim fjórum leikjum sem hann hefur skorað í sumar. *Fjölnir hefur tapað sex útileikjum í röð í Pepsi-deildinni og fengið á sig fjögur mörk í þremur þeirra.KR-ingar töpuðu í fyrsta sinn á heimavelli frá því í september 2012.Vísir/StefánSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni: Guðmundur Marinó Ingvarsson á Kópavogsvelli„Það er svo langt síðan Fylkir átti útileik að stuðningsmenn liðsins fóru víst allir í Lautina. Þess vegna eru nánast bara Blikar í stúkunni.“Anton Ingi Leifsson á Kaplakrikavelli„Það er rosa stór og fyndinn Adidas-bolti á miðjunni, en ég veit ekkert hvaða tilgangi hann þjónar.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar:Pablo Punyed, Stjörnunni - 8 Ólafur Karl Finsen, Stjörnunni - 8 Steven Lennon, FH - 8 Atli Guðnason, FH - 8Andri Ólafsson, ÍBV - 3Umræðan #pepsi365Setning kvöldsins: "Það er oft svona rok rétt fyrir utan Akureyri" #Toddinn #Pepsi365 #fotbolti— Birgir H. Stefánsson (@BHStefansson) August 31, 2014 Óli Kalli kominn með 16 mörk í öllum keppnum í sumar. Djöfulsins beast. #Fotboltinet #Pepsi365— Viktor Hólmgeirsson (@ViktorHrafn) August 31, 2014 Flottur sigur hjá Fram. En fallið frá Hannesi Þór og Ögmundi niður í Denis Cardaklija er stórt. Engin gæði. #fotboltinet #pepsi365— Eisi Kristjánss (@EidurKristjanss) August 31, 2014 Abel. Nöff said. #pepsi365— Henry Birgir (@henrybirgir) August 31, 2014 Að spila við Þór er svipað og miðjan á bingóspjaldi. Frí 3 stig #fotboltinet #pepsi365— Baldvin Kári (@baldvinkari_) August 31, 2014 Jæja Gummi þið hatið ekki jafnteflin! Gummi " Jú við gerum það nú" þetta reddaði kvöldinu mínu #pepsi365— Eiður Ben (@EidurEiriksson) August 31, 2014 8 leikmenn fæddir 1995 og enþá í 2.flokki í hóp hjá okkur áðan , frábær sigur #framtíð #BlueNation #pepsi365— Sveinn S.Jóhannesson (@svennisiggi95) August 31, 2014 Atvik 18. umferðar Leikmaður 18. umferðar Mark 18. umferðar Markasyrpa úr 18. umferð Pepsi Max-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Átjánda umferð Pepsi-deildar karla fór fram í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH og Stjarnan unnu bæði sína leiki og eru enn ósigruð á toppi deildarinnar. Fram vann mikilvægan sigur á Keflavík og hafði sætaskipti við Fjölni sem er kominn í fallsæti. Þórsarar halda áfram að tapa, en Valsmenn unnu ÍBV eftir þrjá tapleiki í röð.Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:KR - StjarnanFH - FjölnirBreiðablik - FylkirValur - ÍBVÞór - VíkingurKeflavík - FramValsmenn, með fagurskeggjaðan Þórð Steinar Hreiðarsson í forgrunni, fagna marki gegn ÍBV.Vísir/StefánGóð umferð ... ... StjörnunaStjörnumenn máttu þola stórtap gegn Inter á San Siro á fimmtudaginn og mættu í Vesturbæinn án dönsku varnarmannanna Nicklas Vemmelund og Martin Rauschenberg. Þrátt fyrir að þrír af fjórum í varnarlínu Garðarbæjarliðsins í leiknum væru ekki að spila sínar venjulegu stöður og liðið hafi endað leikinn með þrjá 19 ára stráka inn á unnu Stjörnumenn gríðarlega sterkan sigur á KR-liði sem hafði verið á góðri siglingu á undanförnum vikum.... FHFH-ingar voru í hlutlausum gír í fyrri hálfleik, en þeir gáfu í í þeim seinni og unnu að lokum öruggan 4-0 sigur á Fjölni. Þetta var þriðji sigur FH-inga í röð og þeir hafa ekki enn tapað leik í deildinni. FH hélt einnig hreinu enn eina ferðina, en liðið hefur aðeins fengið á sig 11 mörk í 17 leikjum.... FramFramarar gerðu góða ferð til Keflavíkur og unnu sinn þriðja sigur í síðustu fimm leikjum. Keflvíkingar leiddu í hálfleik með marki Harðar Sveinssonar, en lærisveinar Bjarna Guðjónssonar komu sterkir til leiks í seinni hálfleik. Hafsteinn Briem, Aron Bjarnason, Jóhannes Karl Guðjónsson og Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoruðu sitt markið hver og tryggðu Fram gríðarlega mikilvægan sigur.Vond umferð fyrir ... ... KeflavíkKeflvíkingar eru komnir í virkilega slæm mál eftir 2-4 tap fyrir Fram á heimavelli. Lærisveinar Kristjáns Guðmundssonar hafa aðeins unnið einn af síðustu 15 deildarleikjum sínum og það er fátt sem bendir til að þar verði breyting á. Keflavík er nú aðeins þremur stigum frá fallsæti.... FjölniFjölnismönnum gengur álíka illa að vinna fótboltaleiki og Keflavík og eftir tapið gegn FH í gær eru þeir komnir í fallsæti. Ágúst Gylfason og hans menn eru í miklum vandræðum, en Fjölnir hefur aðeins unnið einn sigur í síðustu 16 deildarleikjum. Fjölnir á næst leik gegn Fram sem er algjör úrslitaleikur fyrir Grafarvogsliðið.... Abel DhariaÚgandamaðurinn gerði sig sekan um fáránleg mistök þegar hann missti fyrirgjöf Magnúsar Más Lúðvíkssonar beint fyrir fætur Hauks Pál Sigurðssonar, fyrirliða Vals, sem setti boltann í autt markið. Ekki fyrsta markið sem Abel gefur mótherjum ÍBV í sumar.Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans eru með tveggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildarinnar.Vísir/StefánTölfræðin: *Jonathan Glenn, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, er ekki búinn að skora á síðustu 549 mínútum sem hann hefur spilað upp á landi. *Valsmenn héldu marki sínu hreinu í fyrsta sinn síðan 22. júní en þeir voru búnir að fá á sig mark í átta leikjum í röð. *Chukwudi Chijindu bíður enn eftir sínu fyrsta markið í Pepsi-deildinni í sumar en þerra var hans sjöundi leikur í deildinni í sumar. Chuck er nú búinn að spila í 603 mínútur án þess að skora. *Þetta er í fyrsta sinn síðan sumarið 1981 þar sem Víkingar vinna báða leikina við Þór í efstu deild. Þá varð Víkingur meistari en Þór féll. *Víkingar hafa ekki skorað í fyrri hálfleik í sex síðustu leikjum sínum í Pepsi-deildinni. *KR var fyrir leikinn búið að spila 21 leik í röð í deild (18) og bikar (3) á KR-vellinum án þess að tapa (19 sigrar og 2 jafntefli). *Stjarnan varð fyrsta liðið til að vinna KR á KR-vellinum í Pepsi-deildinni síðan að Blikar afrekuðu það 16. september 2012. *Stjörnumenn voru undir í hálfleik í fyrsta sinn síðan 27. júní þegar þeir unnu 2-1 endurkomusigur á Fram. Þetta eru einu tveir leikirnir sem Stjarnan hefur verið undir í hálfleik í Pepsi-deildinni í sumar. *Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, fékk á sig þrjú mörk í fyrsta sinn í Pepsi-deildinni í sumar. *Keflvíkingar hafa ekki unnið í síðustu 7 deildarleikjum sínum á Nettó-vellinum í Keflavík (3 jafntefli og 4 töp). *Áttundi leikurinn í Pepsi-deildinni í sumar sem Keflavík missir forystu niður í jafntefli eða tap. *Fram skoraði jafnmikið í sigrinum í Keflavík og í sjö deildarleikjum liðsins þar á undan.*Breiðablik jafnaði met KR frá 1982 með því að gera sitt 11. jafntefli í Pepsi-deildinni í sumar. *Breiðabliksliðið hefur aðeins tapað 2 af fyrstu 12 deildarleikjum sínum undir stjórn Gumma Ben. *Fylkir voru yfir í hálfleik í fimmta leiknum í röð í Pepsi-deildinni. Markatalan fyrir hlé í þessum fimm leikjum 7-1. *Blikar eru þrisvar sinnum búnir að fá á sig jöfnunarmark á síðasta stundarfjórðungnum í síðustu fjórum leikjum sínum í Pepsi-deildinni. *Róbert Örn Óskarsson hélt FH-markinu hreinu í 9. sinn í Pepsi-deildinni í sumar. *Ingimundur Níels Óskarsson hefur bara skorað fyrsta mark FH í þeim fjórum leikjum sem hann hefur skorað í sumar. *Fjölnir hefur tapað sex útileikjum í röð í Pepsi-deildinni og fengið á sig fjögur mörk í þremur þeirra.KR-ingar töpuðu í fyrsta sinn á heimavelli frá því í september 2012.Vísir/StefánSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni: Guðmundur Marinó Ingvarsson á Kópavogsvelli„Það er svo langt síðan Fylkir átti útileik að stuðningsmenn liðsins fóru víst allir í Lautina. Þess vegna eru nánast bara Blikar í stúkunni.“Anton Ingi Leifsson á Kaplakrikavelli„Það er rosa stór og fyndinn Adidas-bolti á miðjunni, en ég veit ekkert hvaða tilgangi hann þjónar.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar:Pablo Punyed, Stjörnunni - 8 Ólafur Karl Finsen, Stjörnunni - 8 Steven Lennon, FH - 8 Atli Guðnason, FH - 8Andri Ólafsson, ÍBV - 3Umræðan #pepsi365Setning kvöldsins: "Það er oft svona rok rétt fyrir utan Akureyri" #Toddinn #Pepsi365 #fotbolti— Birgir H. Stefánsson (@BHStefansson) August 31, 2014 Óli Kalli kominn með 16 mörk í öllum keppnum í sumar. Djöfulsins beast. #Fotboltinet #Pepsi365— Viktor Hólmgeirsson (@ViktorHrafn) August 31, 2014 Flottur sigur hjá Fram. En fallið frá Hannesi Þór og Ögmundi niður í Denis Cardaklija er stórt. Engin gæði. #fotboltinet #pepsi365— Eisi Kristjánss (@EidurKristjanss) August 31, 2014 Abel. Nöff said. #pepsi365— Henry Birgir (@henrybirgir) August 31, 2014 Að spila við Þór er svipað og miðjan á bingóspjaldi. Frí 3 stig #fotboltinet #pepsi365— Baldvin Kári (@baldvinkari_) August 31, 2014 Jæja Gummi þið hatið ekki jafnteflin! Gummi " Jú við gerum það nú" þetta reddaði kvöldinu mínu #pepsi365— Eiður Ben (@EidurEiriksson) August 31, 2014 8 leikmenn fæddir 1995 og enþá í 2.flokki í hóp hjá okkur áðan , frábær sigur #framtíð #BlueNation #pepsi365— Sveinn S.Jóhannesson (@svennisiggi95) August 31, 2014 Atvik 18. umferðar Leikmaður 18. umferðar Mark 18. umferðar Markasyrpa úr 18. umferð
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira