Nýjasti hluti Íslands 31. ágúst 2014 20:00 Yfirvöld hafa verið afar treg að veita fréttamönnum leyfi til að nálgast gosstöðvarnar og það var fyrst eftir hádegi í gær sem tækifæri gafst. Það var undir þeim skilyrðum að farið yrði í fylgd björgunarsveitarmanna úr Mývatnssveit og lögreglu. Það er hins vegar ekki auð hlaupið að því að komast á svæðið en það tók hópinn nærri fjórar klukkustundir að aka þangað frá Möðrudal á Fjöllum. Í þessum hópi fréttamanna voru Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Egill Aðalsteinsson kvikmyndatökumaður frá Stöð 2, þrír menn voru frá Ríkisútvarpinu og einnig voru tveir ítalskir fréttamenn með í för. Kristján segir hópinn hafa nálgast hraunið varlega, fyrst til að kanna hversu mikill hitinn væri, en þau sáu fljótt að óhætt væri að ganga á því. „Ég verð þeirri stund fegnastur þegar við förum hérðan á brott, vegna ástandsins sem er hér í jörðinni og allra þeirra skjálfta og sprungna sem hér eru þá stendur manni hreint ekki á sama,“ sagði Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn, á gosstöðvunum. Kristján Már segir það merkilega tilfinningu að vera á þessu svæði, þótt hann hafi aðeins staldrað þar við skamma stund. Aðeins tólf klukkustundum eftir að hópurinn yfirgaf svæðið rifnaði gossprungan upp aftur, á þessum nákvæmlega sama stað.„Stórkostlegt á meðan það verða eingar hamfarir" Í Drekaskála hefst Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi í jarðeðlisfræði, við ásamt samnemendum sínum úr Cambridge-háskóla. „Hópurinn sem er hér samanstendur af nemendum úr Cambridge. Erum hér með stórt skjálftamælanet sem hefur farið sístækkandi frá árinu 2005. Við erum komin með hátt í 80 jarðskjálftamæla á þessu svæði og erum að þjónusta þá. Við erum bara heppin að þetta kemur upp núna," segir Þorbjörg en tekur fram að þó sé varla hægt að tala um heppni þegar svo alvarlegur atburður er annars vegar. „En við erum búin að fylgjast með svæðinu lengi og þetta verður væntanlega með mest mældu göngum sem um getur fyrir vikið. Askja er auðvitað virkt eldfjall og Cambridge hefur verið að rannsaka það frá 2005 og nú er búið að stækka netið svo það nær nú hringinn í kringum Vatnajökul. Síðustu daga höfum við jafnframt komið fyrir mælum fyrir ofan ganginn svo við erum með mjög gott yfirlit. Það er því erfiður vetur framundan að fara yfir öll þessi gögn."Hvernig líst þér á ástandið hér á þessu svæði? „Manni stendur auðvitað ekki á sama ef berggangurinn er á leið að virku eldfjalli. Við fylgjumst vel með og erum í góðu sambandi við Veðurstofuna," segir Þorbjörg. „Við höfum fundið fyrir skjálftum undanfarna daga. Við vorum hér þegar skjálftinn að stærðinni 4,5 reið yfir austan við Öskjuvatn og það hristist ansi vel. Við vorum sex í skálanum og það hrukku allir upp af værum svefni. Svo höfum við fundið svolítið af minni skjálftum líka, svo þetta er sannarlega virkt svæði." Þorbjörg segir þetta sannarlega vera ævintýri fyrir nema í jarðvísindum að fá að fylgjast svona grannt með gangi mála. „Þetta er bara stórkostlegt á meðan það verða engar hamfarir." Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Yfirvöld hafa verið afar treg að veita fréttamönnum leyfi til að nálgast gosstöðvarnar og það var fyrst eftir hádegi í gær sem tækifæri gafst. Það var undir þeim skilyrðum að farið yrði í fylgd björgunarsveitarmanna úr Mývatnssveit og lögreglu. Það er hins vegar ekki auð hlaupið að því að komast á svæðið en það tók hópinn nærri fjórar klukkustundir að aka þangað frá Möðrudal á Fjöllum. Í þessum hópi fréttamanna voru Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Egill Aðalsteinsson kvikmyndatökumaður frá Stöð 2, þrír menn voru frá Ríkisútvarpinu og einnig voru tveir ítalskir fréttamenn með í för. Kristján segir hópinn hafa nálgast hraunið varlega, fyrst til að kanna hversu mikill hitinn væri, en þau sáu fljótt að óhætt væri að ganga á því. „Ég verð þeirri stund fegnastur þegar við förum hérðan á brott, vegna ástandsins sem er hér í jörðinni og allra þeirra skjálfta og sprungna sem hér eru þá stendur manni hreint ekki á sama,“ sagði Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn, á gosstöðvunum. Kristján Már segir það merkilega tilfinningu að vera á þessu svæði, þótt hann hafi aðeins staldrað þar við skamma stund. Aðeins tólf klukkustundum eftir að hópurinn yfirgaf svæðið rifnaði gossprungan upp aftur, á þessum nákvæmlega sama stað.„Stórkostlegt á meðan það verða eingar hamfarir" Í Drekaskála hefst Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi í jarðeðlisfræði, við ásamt samnemendum sínum úr Cambridge-háskóla. „Hópurinn sem er hér samanstendur af nemendum úr Cambridge. Erum hér með stórt skjálftamælanet sem hefur farið sístækkandi frá árinu 2005. Við erum komin með hátt í 80 jarðskjálftamæla á þessu svæði og erum að þjónusta þá. Við erum bara heppin að þetta kemur upp núna," segir Þorbjörg en tekur fram að þó sé varla hægt að tala um heppni þegar svo alvarlegur atburður er annars vegar. „En við erum búin að fylgjast með svæðinu lengi og þetta verður væntanlega með mest mældu göngum sem um getur fyrir vikið. Askja er auðvitað virkt eldfjall og Cambridge hefur verið að rannsaka það frá 2005 og nú er búið að stækka netið svo það nær nú hringinn í kringum Vatnajökul. Síðustu daga höfum við jafnframt komið fyrir mælum fyrir ofan ganginn svo við erum með mjög gott yfirlit. Það er því erfiður vetur framundan að fara yfir öll þessi gögn."Hvernig líst þér á ástandið hér á þessu svæði? „Manni stendur auðvitað ekki á sama ef berggangurinn er á leið að virku eldfjalli. Við fylgjumst vel með og erum í góðu sambandi við Veðurstofuna," segir Þorbjörg. „Við höfum fundið fyrir skjálftum undanfarna daga. Við vorum hér þegar skjálftinn að stærðinni 4,5 reið yfir austan við Öskjuvatn og það hristist ansi vel. Við vorum sex í skálanum og það hrukku allir upp af værum svefni. Svo höfum við fundið svolítið af minni skjálftum líka, svo þetta er sannarlega virkt svæði." Þorbjörg segir þetta sannarlega vera ævintýri fyrir nema í jarðvísindum að fá að fylgjast svona grannt með gangi mála. „Þetta er bara stórkostlegt á meðan það verða engar hamfarir."
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira