Sex leikir voru í þýsku úrvalsdeildinni í dag, en stórleikur dagsins var á milli Schalke og Bayern Munchen.
Það voru ekki liðnar nema tíu mínútur þeagar fyrsta markið kom. Robert Lewandowski kom þá Bayern yfir, en Bayern spilaði leikkerfið 3-4-2-1 í dag með Xabi Alonso í miðverði.
Þýski landsliðsmaðurinn Benedikt Hoewedes jafnaði metin fyrir Schalke þegar rúmur hálftími var til leiksloka og þannig urðu lokatölur.
Leverkusen situr eitt á toppnum með sex stig eftir tvo leiki. Leverkusen vann Herthu frá Berlin 4-2, en Leverkusen tryggði sig einnig í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á dögunum.
Öll úrslit dagsins:
Bayer Leverkusen - Hertha Berlin 4-2
HSV - Paderborn 0-3
Stuttgart - FC Köln 0-2
Werder Bremen - Hoffenheim 1-1
Wolfsburg - Eintracht Frankfurt 2-2
Jafnt hjá Schalke og Bayern | Öll úrslit dagsins
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn


Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn



