„Vonandi halda þeir ekki að við séum vanþakklátir græðgisfuglar“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 30. ágúst 2014 13:40 Næraberg við Reykjavíkurhöfn eftir hádegið. Vísir/Anton „Við vonum að Færeyingar haldi ekki að við Íslendingar séum vanþakklátir græðgisfuglar.“ Þetta segir annar stofnenda Facebook-síðu þar sem Færeyingar eru beðnir afsökunar á framferði íslenskra stjórnvalda í garð færeyska makrílveiðiskipsins Næraberg fær ekki þjónustu í Reykjavíkurhöfn. Færeyska makrílveiðiskipið Næraberg varð fyrir vélarbilun á leið sinni úr grænlenskri lögsögu þar sem skipið hafði verið við makrílveiðar. Skipinu var óheimilt að koma til hafnar hér á landi vegna veiða sinna á markíl. Leyfi fékkst fyrir því að sigla skipinu til Reykjavíkur en hafnayfirvöld tilkynntu um leið að skipverjar fengju ekki að fara sjálfir í land, auk þess sem að skipinu yrði ekki þjónustað í mat eða olíu. Fjölmargir hafa lýst yfir reiði sinni vegna framferði stjórnvalda í málinu. Rakel Sigurgeirsdóttir íslenskukennari stofnaði í gær síðu á Facebook ásamt Valdísi Steinarsdóttur þar sem Færeyingar eruð beðnir afsökunar. Tæplega níu þúsund hafa þar lýst fram stuðningi sínum við skipverja Nærabergs um hádegisbil í dag. „Færeyingar hafa alltaf staðið við bakið á okkur þegar við höfum staðið frammi fyrir neyð eins og eftir snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri. Þá voru þeir sjálfir nýkomnir úr kreppu og söfnuðu 50 milljónum,“ segir Rakel. „Þegar hrunið varð, þá voru Færeyingar aftur mjög höfðinglegir. Okkur var misboðið gagnvart því hvernig komið var fram við þessari smáþjóð þannig að við viljum ekki að færeyska þjóðan sitji eftir með þá hugmynd að við séum vanþakklátir græðgisfuglar sem okkur finnst þessi framkoma einkennast af.“Samstarf þjóðanna gliðni fyrir klaufaskapGísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, gagnrýnir er ósáttur með framgöngu íslenskra stjórnvalda. „Þessi viðbrögð og móttaka skipsins var vanhugsuð og hefur kannski meiri afleiðingar en virtist í byrjun. Þetta ætti að kenna lexíu um að huga vel að samstarfi við okkar næstu nágranna,“ segir Gísli. Hann telur að Hoyvikur samningurinn, sem kveði á um að staða Íslendinga og Færeyinga skuli vera jöfn í löndunum, geti verið í uppnámi vegna málsins. „Mér sýnist í fljótu bragði að viðbrögðin í Færeyjum, ekki síst gagnvart Hoyvikur-samningnum séu talsvert sterk og það væri mikill skaði fyrir samstarf þjóðanna ef það væri að gliðna fyrir klaufaskap. Þess vegna vona ég að stjórnvöld taki rösklega á málum.“ Tengdar fréttir 34 Færeyingar fá ekki aðstoð í Reykjavíkurhöfn: „Skammist ykkar Íslendingar!“ "Þetta eru þakkirnar fyrir milljónirnar sem við veittum þeim í neyðarhjálp,“ segir Egil Petersen skipverji á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi sem ekki fær þjónustu við Reykjavíkurhöfn. 29. ágúst 2014 13:19 Tveir íslenskir viðgerðarmenn um borð í Næraberg 34 skipverjar á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi fá ekki að fara í land í Reykjavíkurhöfn. 29. ágúst 2014 14:28 Færeyingar alltaf velkomnir í Hornafjarðarhöfn "Hér kom færeyskur línuveiðari inn í dag og fékk hann þá þjónustu sem hann óskaði eftir, eins og þeir Færeysku fiskibátar sem hafa komið hingað í áranna rás.“ 29. ágúst 2014 14:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Við vonum að Færeyingar haldi ekki að við Íslendingar séum vanþakklátir græðgisfuglar.“ Þetta segir annar stofnenda Facebook-síðu þar sem Færeyingar eru beðnir afsökunar á framferði íslenskra stjórnvalda í garð færeyska makrílveiðiskipsins Næraberg fær ekki þjónustu í Reykjavíkurhöfn. Færeyska makrílveiðiskipið Næraberg varð fyrir vélarbilun á leið sinni úr grænlenskri lögsögu þar sem skipið hafði verið við makrílveiðar. Skipinu var óheimilt að koma til hafnar hér á landi vegna veiða sinna á markíl. Leyfi fékkst fyrir því að sigla skipinu til Reykjavíkur en hafnayfirvöld tilkynntu um leið að skipverjar fengju ekki að fara sjálfir í land, auk þess sem að skipinu yrði ekki þjónustað í mat eða olíu. Fjölmargir hafa lýst yfir reiði sinni vegna framferði stjórnvalda í málinu. Rakel Sigurgeirsdóttir íslenskukennari stofnaði í gær síðu á Facebook ásamt Valdísi Steinarsdóttur þar sem Færeyingar eruð beðnir afsökunar. Tæplega níu þúsund hafa þar lýst fram stuðningi sínum við skipverja Nærabergs um hádegisbil í dag. „Færeyingar hafa alltaf staðið við bakið á okkur þegar við höfum staðið frammi fyrir neyð eins og eftir snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri. Þá voru þeir sjálfir nýkomnir úr kreppu og söfnuðu 50 milljónum,“ segir Rakel. „Þegar hrunið varð, þá voru Færeyingar aftur mjög höfðinglegir. Okkur var misboðið gagnvart því hvernig komið var fram við þessari smáþjóð þannig að við viljum ekki að færeyska þjóðan sitji eftir með þá hugmynd að við séum vanþakklátir græðgisfuglar sem okkur finnst þessi framkoma einkennast af.“Samstarf þjóðanna gliðni fyrir klaufaskapGísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, gagnrýnir er ósáttur með framgöngu íslenskra stjórnvalda. „Þessi viðbrögð og móttaka skipsins var vanhugsuð og hefur kannski meiri afleiðingar en virtist í byrjun. Þetta ætti að kenna lexíu um að huga vel að samstarfi við okkar næstu nágranna,“ segir Gísli. Hann telur að Hoyvikur samningurinn, sem kveði á um að staða Íslendinga og Færeyinga skuli vera jöfn í löndunum, geti verið í uppnámi vegna málsins. „Mér sýnist í fljótu bragði að viðbrögðin í Færeyjum, ekki síst gagnvart Hoyvikur-samningnum séu talsvert sterk og það væri mikill skaði fyrir samstarf þjóðanna ef það væri að gliðna fyrir klaufaskap. Þess vegna vona ég að stjórnvöld taki rösklega á málum.“
Tengdar fréttir 34 Færeyingar fá ekki aðstoð í Reykjavíkurhöfn: „Skammist ykkar Íslendingar!“ "Þetta eru þakkirnar fyrir milljónirnar sem við veittum þeim í neyðarhjálp,“ segir Egil Petersen skipverji á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi sem ekki fær þjónustu við Reykjavíkurhöfn. 29. ágúst 2014 13:19 Tveir íslenskir viðgerðarmenn um borð í Næraberg 34 skipverjar á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi fá ekki að fara í land í Reykjavíkurhöfn. 29. ágúst 2014 14:28 Færeyingar alltaf velkomnir í Hornafjarðarhöfn "Hér kom færeyskur línuveiðari inn í dag og fékk hann þá þjónustu sem hann óskaði eftir, eins og þeir Færeysku fiskibátar sem hafa komið hingað í áranna rás.“ 29. ágúst 2014 14:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
34 Færeyingar fá ekki aðstoð í Reykjavíkurhöfn: „Skammist ykkar Íslendingar!“ "Þetta eru þakkirnar fyrir milljónirnar sem við veittum þeim í neyðarhjálp,“ segir Egil Petersen skipverji á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi sem ekki fær þjónustu við Reykjavíkurhöfn. 29. ágúst 2014 13:19
Tveir íslenskir viðgerðarmenn um borð í Næraberg 34 skipverjar á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi fá ekki að fara í land í Reykjavíkurhöfn. 29. ágúst 2014 14:28
Færeyingar alltaf velkomnir í Hornafjarðarhöfn "Hér kom færeyskur línuveiðari inn í dag og fékk hann þá þjónustu sem hann óskaði eftir, eins og þeir Færeysku fiskibátar sem hafa komið hingað í áranna rás.“ 29. ágúst 2014 14:58