Innlent

Rúmlega 65 þúsund hafa sótt um leiðréttingu

Atli Ísleifsson skrifar
Fyrsti september nálgast óðfluga.
Fyrsti september nálgast óðfluga. Vísir/Ernir Eyjólfsson
Rúmlega 65 þúsund manns hafa sótt um leiðréttingu fasteignaveðlána og að baki umsóknunum standa 100 þúsund einstaklingar. Þetta staðfesti Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnistjóri skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar, í samtali við Vísi í morgun.

Frestur til að til að sækja um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána rennur út á mánudagskvöld, en frestur til að sækja um ráðstöfun á séreignarsparnaði annað kvöld.

Tryggvi Þór segir að rúmlega 23 þúsund manns hafi sótt um vegna sérstakrar ráðstöfunar á séreignasparnaði. „Frestur til að fá óskertar júlí og ágústgreiðslur þegar kemur að séreignasparnaði rennur út annað kvöld.“

Tryggvi Þór segir að þeir sem ekki sækja um leiðréttingu á höfuðstól fasteignamála áður en mánudagurinn er liðinn verði af leiðréttingunni. „Ég hvet því alla þá sem ekki hafa sótt um en hugsað sér að gera það að gera það sem fyrst.“

Tryggvi Þór segir að þjónustuver ríkisskattstjóra verði opið til klukkan 16 í dag og svo á mánudaginn frá 9:30 til 18,“ en sími þjónustuversins er 442-1900.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×