Bíó og sjónvarp

"Frelsandi“ að sleppa við farðann

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Getty

Leikkonan Jennifer Aniston greindi frá því í viðtali við People Magazine í vikunni að henni hafi fundist það „frelsandi“ að leika í myndinni Cake. Myndin var frumsýnd á Toronto kvikmyndahátíðinni í vikunni og var frammistaða Aniston í myndinni sögð vera svo góð að hún gæti jafnvel hlotið Óskarsverðlaunin fyrir.

Í myndinni leikur hún Claire Simmons sem glímir við þunglyndi, fíkn og stöðugan sársauka. Leikkonan notaði því hvorki andlitsfarða né hárvörur fyrir myndina. „Það var frábært og frelsandi að sleppa við það allt og sjá sjálfa þig svona á stóra tjaldinu,“ segir Jennifer.

Cake verður gefin út í Bandaríkjunum á næsta ári. Samkvæmt Jennifer kom hún sér í gírinn fyrir hlutverkið á ýmsan hátt, meðal annars með því að klæðast bakspelku sem olli henni sársauka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.