Þurfa að selja eignir til að rétta stöðu ríkissjóðs Kjartan Atli Kjartansson skrifar 9. september 2014 16:14 Ekki er hægt að fara í frekari niðurskurð með góðu móti og mun því ríkisstjórnin bregða á það ráð að selja eignir til að bæta stöðu ríkissjóðs. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við kynningu á fjárlögum fyrir árið 2015 í morgun. Bjarni nefnir sérstaklega hlut ríkisins í Landsbankanum í því samhengi. Í gögnum frá fjármálaráðuneytinu, sem kynnt voru samhliða fjárlagafrumvarpinu í dag, kemur fram að nauðsynlegt sé að „hefja tiltekt á efnahagsreikningi ríkissjóðs með eignasölu og lækkun á skuldum.“ Þar segir einnig: „Að óbreyttu tæki áratugi að greiða niður þær skuldir sem ríkissjóður stendur frammi fyrir og á sama tíma kæmi vaxtabyrðin í veg fyrir framlög til mikilvægra málaflokka. Stefnt er að sölu á 30% eingarhlut í Landsbankanum á árunum 2015 og 2016 og verður andvirðið nýtt til að greiða niður lán sem tekin voru til að endurfjármagna fjármálastofnanir í kjölfar bankahrunsins.“ Gert er ráð fyrir lítlsháttar rekstarafgangi á ríkissjóði fyrir árin 2015 og 2016 en að hann muni svo aukast næstu árin þar á eftir. Í máli fjármálaráðherra, við kynningu á fjárlagafrumvarpinu kom fram að „meginvandi ríkissjóðs er gríðarlegar skuldir og verulega íþyngjandi vaxtajöfnuður.“ Af orðum Bjarna á kynningu fjárlaganna mátti merkja að lítið megi útaf bregða ef ríkissjóður eigi að vera hallalaus.Háð því að rétt verð fáist fyrir hlutinn Í samtali við Vísi segir Bjarni að þessar áætlanir ríkisstjórnarinnar, að selja hlutinn í Landsbankanum, séu háðar því að rétt verð fáist fyrir hlutinn. Þegar hann er spurður út í hvernig fyrirkomulagið á sölu hluts ríkisins í Landsbankanum verði háttað svarar hann svo: „Það sem kemur inn í þá mynd er að lög hafa gert ráð fyrir því að bankasýslan myndi renna sitt skeið á þessu ári. Það mun þurfa lagabreytingu til að undirbúa það með hvaða hætti eigi að standa að sölu þessara eignarhluta. Sú undirbúningsvinna stendur yfir en við erum ekki að gera ráð fyrir sölu á Landsbankanum fyrr en í fyrsta lagi á seinni hluta næsta árs og síðan á árinu 2016. Samtals um í kringum 30% hlut. En það er auðvitað forsenda þess að af þessari sölu geti orðið að réttar aðstæður hafi skapast og rétt verð fáist fyrir hlutinn.“Landsvirkjun ekki til umræðuEr raunhæft – og pólitísk samstaða um sölu á einhverjum öðrum eignarhlutum ríkisins?„Í fjárlögum er heimild til þess að selja hlut í öðrum fjármálafyrirtækjum. Um aðrar meiriháttar eignir ríkisins hefur mest lítið verið rætt. Þetta er nærtækasta dæmið (innsk: Landsbankinn) um eignir sem við getum selt til að greiða beint niður skuldir og í sjálfu sér verðmætasta eignin sem að við höfum í þeim tilgangi.“Er inni í myndinni að selja hlut ríkisins í Landsvirkjun?„Hann er ekki til umræðu núna.“ Fjárlagafrumvarp 2015 Tengdar fréttir Lægra þrep virðisaukaskatts hækkar upp í tólf prósent Fjármálaráðherra kynnti breytingar á virðisaukaskattskerfinu samhliða nýjum fjárlögum. Efra þrepið lækkar niður í 24 prósent og hefur aldrei verið lægra. Verð á mat ætti að hækka en verð á stórum raftækjum ætti að lækka. 9. september 2014 16:00 Framlög í Kvikmyndasjóð hækka Heildarframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands rúmar 800 milljónir 9. september 2014 16:00 Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01 Framlög til Sinfóníunnar hækka um 67 milljónir Heildarfjárveiting til Sinfóníunnar árið 2015 verður 1.000,2 milljónir króna. 9. september 2014 16:00 Framlag til Háskóla Íslands hækkar Alls nemur framlag til Háskóla Íslands 12.962,3 milljónir króna árið 2015, samanborið við 12.451,3 milljónir árið 2014. 9. september 2014 16:00 Útvarpsgjald lækkar á næsta ári Framlög til RÚV standa í stað. 9. september 2014 16:00 Framlög til Umboðsmanns skuldara lækka um 42 prósent Heildarfjárveiting til embættisins árið 2015 verður 496,4 milljónir króna, miðað við 855,6 milljónir króna árið 2014. 9. september 2014 16:00 Bridge og skák fá aukin framlög en aðrar íþróttir standa í stað Einu íþróttasambönd landsins sem fá aukin fjárlög frá því í fyrra í nýju fjárlagafrumvarpi eru Bridgesamband Íslands og Skáksamband Íslands. 9. september 2014 19:30 Framlög til Þjóðkirkjunnar hækkuð Framlög til Þjóðkirkjunnar hækka um rúmar 33 milljónir króna frá fjárlögum þessa árs og nema tæpum 1.508 milljónum króna á fjárlögum ársins 2015. 9. september 2014 16:00 Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs Framlög til vegamála munu einungis aukast um einn milljarð á næsta ári, en ekki þrjá eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hagræðingar er krafist hjá Vinnumálastofnun, umboðsmanni skuldara og skattrannsóknarstjóra. 9. september 2014 11:41 Skorið niður hjá sérstökum saksóknara um 270 milljónir Stefnt að því að starfseminni ljúki á næsta ári. 9. september 2014 16:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Ekki er hægt að fara í frekari niðurskurð með góðu móti og mun því ríkisstjórnin bregða á það ráð að selja eignir til að bæta stöðu ríkissjóðs. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við kynningu á fjárlögum fyrir árið 2015 í morgun. Bjarni nefnir sérstaklega hlut ríkisins í Landsbankanum í því samhengi. Í gögnum frá fjármálaráðuneytinu, sem kynnt voru samhliða fjárlagafrumvarpinu í dag, kemur fram að nauðsynlegt sé að „hefja tiltekt á efnahagsreikningi ríkissjóðs með eignasölu og lækkun á skuldum.“ Þar segir einnig: „Að óbreyttu tæki áratugi að greiða niður þær skuldir sem ríkissjóður stendur frammi fyrir og á sama tíma kæmi vaxtabyrðin í veg fyrir framlög til mikilvægra málaflokka. Stefnt er að sölu á 30% eingarhlut í Landsbankanum á árunum 2015 og 2016 og verður andvirðið nýtt til að greiða niður lán sem tekin voru til að endurfjármagna fjármálastofnanir í kjölfar bankahrunsins.“ Gert er ráð fyrir lítlsháttar rekstarafgangi á ríkissjóði fyrir árin 2015 og 2016 en að hann muni svo aukast næstu árin þar á eftir. Í máli fjármálaráðherra, við kynningu á fjárlagafrumvarpinu kom fram að „meginvandi ríkissjóðs er gríðarlegar skuldir og verulega íþyngjandi vaxtajöfnuður.“ Af orðum Bjarna á kynningu fjárlaganna mátti merkja að lítið megi útaf bregða ef ríkissjóður eigi að vera hallalaus.Háð því að rétt verð fáist fyrir hlutinn Í samtali við Vísi segir Bjarni að þessar áætlanir ríkisstjórnarinnar, að selja hlutinn í Landsbankanum, séu háðar því að rétt verð fáist fyrir hlutinn. Þegar hann er spurður út í hvernig fyrirkomulagið á sölu hluts ríkisins í Landsbankanum verði háttað svarar hann svo: „Það sem kemur inn í þá mynd er að lög hafa gert ráð fyrir því að bankasýslan myndi renna sitt skeið á þessu ári. Það mun þurfa lagabreytingu til að undirbúa það með hvaða hætti eigi að standa að sölu þessara eignarhluta. Sú undirbúningsvinna stendur yfir en við erum ekki að gera ráð fyrir sölu á Landsbankanum fyrr en í fyrsta lagi á seinni hluta næsta árs og síðan á árinu 2016. Samtals um í kringum 30% hlut. En það er auðvitað forsenda þess að af þessari sölu geti orðið að réttar aðstæður hafi skapast og rétt verð fáist fyrir hlutinn.“Landsvirkjun ekki til umræðuEr raunhæft – og pólitísk samstaða um sölu á einhverjum öðrum eignarhlutum ríkisins?„Í fjárlögum er heimild til þess að selja hlut í öðrum fjármálafyrirtækjum. Um aðrar meiriháttar eignir ríkisins hefur mest lítið verið rætt. Þetta er nærtækasta dæmið (innsk: Landsbankinn) um eignir sem við getum selt til að greiða beint niður skuldir og í sjálfu sér verðmætasta eignin sem að við höfum í þeim tilgangi.“Er inni í myndinni að selja hlut ríkisins í Landsvirkjun?„Hann er ekki til umræðu núna.“
Fjárlagafrumvarp 2015 Tengdar fréttir Lægra þrep virðisaukaskatts hækkar upp í tólf prósent Fjármálaráðherra kynnti breytingar á virðisaukaskattskerfinu samhliða nýjum fjárlögum. Efra þrepið lækkar niður í 24 prósent og hefur aldrei verið lægra. Verð á mat ætti að hækka en verð á stórum raftækjum ætti að lækka. 9. september 2014 16:00 Framlög í Kvikmyndasjóð hækka Heildarframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands rúmar 800 milljónir 9. september 2014 16:00 Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01 Framlög til Sinfóníunnar hækka um 67 milljónir Heildarfjárveiting til Sinfóníunnar árið 2015 verður 1.000,2 milljónir króna. 9. september 2014 16:00 Framlag til Háskóla Íslands hækkar Alls nemur framlag til Háskóla Íslands 12.962,3 milljónir króna árið 2015, samanborið við 12.451,3 milljónir árið 2014. 9. september 2014 16:00 Útvarpsgjald lækkar á næsta ári Framlög til RÚV standa í stað. 9. september 2014 16:00 Framlög til Umboðsmanns skuldara lækka um 42 prósent Heildarfjárveiting til embættisins árið 2015 verður 496,4 milljónir króna, miðað við 855,6 milljónir króna árið 2014. 9. september 2014 16:00 Bridge og skák fá aukin framlög en aðrar íþróttir standa í stað Einu íþróttasambönd landsins sem fá aukin fjárlög frá því í fyrra í nýju fjárlagafrumvarpi eru Bridgesamband Íslands og Skáksamband Íslands. 9. september 2014 19:30 Framlög til Þjóðkirkjunnar hækkuð Framlög til Þjóðkirkjunnar hækka um rúmar 33 milljónir króna frá fjárlögum þessa árs og nema tæpum 1.508 milljónum króna á fjárlögum ársins 2015. 9. september 2014 16:00 Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs Framlög til vegamála munu einungis aukast um einn milljarð á næsta ári, en ekki þrjá eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hagræðingar er krafist hjá Vinnumálastofnun, umboðsmanni skuldara og skattrannsóknarstjóra. 9. september 2014 11:41 Skorið niður hjá sérstökum saksóknara um 270 milljónir Stefnt að því að starfseminni ljúki á næsta ári. 9. september 2014 16:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Lægra þrep virðisaukaskatts hækkar upp í tólf prósent Fjármálaráðherra kynnti breytingar á virðisaukaskattskerfinu samhliða nýjum fjárlögum. Efra þrepið lækkar niður í 24 prósent og hefur aldrei verið lægra. Verð á mat ætti að hækka en verð á stórum raftækjum ætti að lækka. 9. september 2014 16:00
Framlög í Kvikmyndasjóð hækka Heildarframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands rúmar 800 milljónir 9. september 2014 16:00
Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01
Framlög til Sinfóníunnar hækka um 67 milljónir Heildarfjárveiting til Sinfóníunnar árið 2015 verður 1.000,2 milljónir króna. 9. september 2014 16:00
Framlag til Háskóla Íslands hækkar Alls nemur framlag til Háskóla Íslands 12.962,3 milljónir króna árið 2015, samanborið við 12.451,3 milljónir árið 2014. 9. september 2014 16:00
Framlög til Umboðsmanns skuldara lækka um 42 prósent Heildarfjárveiting til embættisins árið 2015 verður 496,4 milljónir króna, miðað við 855,6 milljónir króna árið 2014. 9. september 2014 16:00
Bridge og skák fá aukin framlög en aðrar íþróttir standa í stað Einu íþróttasambönd landsins sem fá aukin fjárlög frá því í fyrra í nýju fjárlagafrumvarpi eru Bridgesamband Íslands og Skáksamband Íslands. 9. september 2014 19:30
Framlög til Þjóðkirkjunnar hækkuð Framlög til Þjóðkirkjunnar hækka um rúmar 33 milljónir króna frá fjárlögum þessa árs og nema tæpum 1.508 milljónum króna á fjárlögum ársins 2015. 9. september 2014 16:00
Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs Framlög til vegamála munu einungis aukast um einn milljarð á næsta ári, en ekki þrjá eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hagræðingar er krafist hjá Vinnumálastofnun, umboðsmanni skuldara og skattrannsóknarstjóra. 9. september 2014 11:41
Skorið niður hjá sérstökum saksóknara um 270 milljónir Stefnt að því að starfseminni ljúki á næsta ári. 9. september 2014 16:00