Viðskipti innlent

Framlag til Fiskistofu lækkar um 30 milljónir króna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra.
Heildarfjárveiting ríkisins til Fiskistofu á árinu verður um 902,2 milljónir króna samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi. Framlagið er um 30 milljónum krónum lægra en í fyrra en jafngildir 4,3 milljóna króna lækkun að raungildi frá fjárlögum þessa árs samkvæmt greinargerð sem fylgja frumvarpinu.

Annars vegar er gert ráð fyrir 10 milljóna króna lækkun vegna ráðstafana til að draga úr ríkisútgjöldum. Hins vegar er lögð til 5,7 milljóna króna hækkun í samræmi við endurskoðaða áæltun um ríkistekjur stofuninarinnar. Aðrar breytingar á fjárheimild liðarins skýrast af launa- og verðlagshækkunum.

Athygli vakti á árinu þegar sjávarútvegsráðherra tilkynnti um ákvörðun sína að flytja starfsemi Fiskistofu úr Hafnarfirði og á Akureyri. Er talið að 30-35 störf muni flytjast norður í land en um 70 manns starfa hjá Fiskistofu.


Tengdar fréttir

Framlag til Háskóla Íslands hækkar

Alls nemur framlag til Háskóla Íslands 12.962,3 milljónir króna árið 2015, samanborið við 12.451,3 milljónir árið 2014.

Barnabætur hækka um 13%

Tekjutenging er á móti aukin þar sem skerðingarhlutföll hækka um eitt prósentustig.

Framlög til Þjóðkirkjunnar hækkuð

Framlög til Þjóðkirkjunnar hækka um rúmar 33 milljónir króna frá fjárlögum þessa árs og nema tæpum 1.508 milljónum króna á fjárlögum ársins 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×