Innlent

Alþingi Íslendinga sett

Frá ræðu Ólafs Ragnars í þingsal í dag.
Frá ræðu Ólafs Ragnars í þingsal í dag. Vísir/GVA
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, minntist á að 70 ár væru liðin frá stofnun lýðveldisins á Þingvöllum árið 1944 við setningu 144. löggjafarþings Alþingis við Austurvöll í dag.

Forsetinn sagði Ísland án nokkurs vafa hafa verið eina fátækustu þjóð álfunnar við lýðveldisstofnun.

„Það er einstakt að svo fámenn þjóð tæki ákvörðun um að verða sérstakt ríki,“ sagði Ólafur Ragnar og minnti á mikilvægi Alþingis og fulltrúa Íslands sem starfa við þingið.

„Slík var sjálfsvirðing og sýn íslendinga á eigin sæmd að landsmenn voru nær einhuga á þessum tímamótum.“

Að lokinni ræðu forsetans var hrópað ferfalt húrra fyrir honum og fósturjörðinni eins og hefð er fyrir.

Hér má fylgjast með beinni útsendingu frá setningu Alþingis.

Nokkrir standa utan við þinghúsið og mótmæla.Vísir/GVA
Fyrir utan þinghúsið rétt fyrir þingsetningu.Vísir/GVA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×