Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2014 13:03 Lars Lagerbäck. vísir/daníel Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, hefur aðra tilraun sína ásamt Heimi Hallgrímssyni að koma Íslandi á stórmót á þriðjudagskvöldið þegar strákarnir okkar hefja leik í undankeppni EM 2016. Mótherjinn er Tyrkland sem spilaði vináttuleik gegn Dönum í vikunni. Þar komu Tyrkirnir aðeins á óvart. „Þjálfari Tyrkja breytti skipulaginu sem var það eina sem kom á óvart. Við höldum að hann hafi notað leikmenn sem byrja ekki á þriðjudaginn,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi í dag. „Við munum fara í gegnum allt sem þeir hafa gert og eftir æfingu munum við fara vel með strákunum yfir leik Tyrkja. Það er samt mikilvægast hvernig við spilum.“ Tyrkir byggja leik sinn ekki upp á mikilli liðsheild, að sögn Svíans, heldur treysta þeir á gæði einstaklinga í liðinu. En þau eru mikil. „Þeir eru með sterka einstaklinga sem eru góðir með boltann. Sóknir þeirra eru byggðar upp á einstaklingsframtökum. Þeir vilja sækja og keyra bakverðina upp völlinn,“ sagði Lagerbäck. „Í vörninni verjast þeir meira maður á mann en með svæðisvörn. Aðalatriðið fyrir okkur er að vinna einvígin maður gegn manni úti á vellinum. Ef það tekst þá eigum við möguleika á að vinna leikinn.“ Auk Tyrkja er Ísland í riðli með Lettum, Kasakstan, Hollandi og Tyrklandi. Holland náði bronsi á HM í Brasilíu og þykir langsigurstranglegast í riðlinum. En hvaða lið er næstbest? „Við, Tyrkir og Tékkar erum frekar jafnir. En ég myndi segja að Tyrkir eru með næstbesta liðið í riðlinum. Þeir eru búnir að skipta um þjálfara sem ég hef mætt áður. Hann er reynslumikill sem hjálpar þeim. Það verður gaman samt að sjá hvernig Holland bregst við nýjum þjálfara og kemur til leiks eftir að komast svona langt á stórmóti,“ sagði Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, hefur aðra tilraun sína ásamt Heimi Hallgrímssyni að koma Íslandi á stórmót á þriðjudagskvöldið þegar strákarnir okkar hefja leik í undankeppni EM 2016. Mótherjinn er Tyrkland sem spilaði vináttuleik gegn Dönum í vikunni. Þar komu Tyrkirnir aðeins á óvart. „Þjálfari Tyrkja breytti skipulaginu sem var það eina sem kom á óvart. Við höldum að hann hafi notað leikmenn sem byrja ekki á þriðjudaginn,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi í dag. „Við munum fara í gegnum allt sem þeir hafa gert og eftir æfingu munum við fara vel með strákunum yfir leik Tyrkja. Það er samt mikilvægast hvernig við spilum.“ Tyrkir byggja leik sinn ekki upp á mikilli liðsheild, að sögn Svíans, heldur treysta þeir á gæði einstaklinga í liðinu. En þau eru mikil. „Þeir eru með sterka einstaklinga sem eru góðir með boltann. Sóknir þeirra eru byggðar upp á einstaklingsframtökum. Þeir vilja sækja og keyra bakverðina upp völlinn,“ sagði Lagerbäck. „Í vörninni verjast þeir meira maður á mann en með svæðisvörn. Aðalatriðið fyrir okkur er að vinna einvígin maður gegn manni úti á vellinum. Ef það tekst þá eigum við möguleika á að vinna leikinn.“ Auk Tyrkja er Ísland í riðli með Lettum, Kasakstan, Hollandi og Tyrklandi. Holland náði bronsi á HM í Brasilíu og þykir langsigurstranglegast í riðlinum. En hvaða lið er næstbest? „Við, Tyrkir og Tékkar erum frekar jafnir. En ég myndi segja að Tyrkir eru með næstbesta liðið í riðlinum. Þeir eru búnir að skipta um þjálfara sem ég hef mætt áður. Hann er reynslumikill sem hjálpar þeim. Það verður gaman samt að sjá hvernig Holland bregst við nýjum þjálfara og kemur til leiks eftir að komast svona langt á stórmóti,“ sagði Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35
Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54