Hvað á nýja eldstöðin að heita? Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2014 21:13 Ýmsar tillögur hafa komið upp varðandi mögulegt heiti á nýju eldstöðinni. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, varpaði fram ýmsum hugmyndum og spurði hvort nú ætti að kalla þetta Holuhrauns- eða Holuelda. Hann nefndi að mögulega væri hægt að tengja eldstöðina við landnámsmanninn Bárð þar sem hraunið væri runnið undan Bárðarbungu. Þá kom gosið upp skammt undan Dyngjujökli og ekki langt frá Dyngjuvatni. „Gætu þetta verið Dyngjueldar og Dyngjuhraun? Hraunið er líka farið að flæða yfir svæði sem kallast Flæður. Gætu Flæðurnar orðið rót að nafni? Svo gæti kannski einhverjum dottið í hug hvort minnast mætti Apollo-geimfaranna sem þarna æfðu tunglferðir. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur, sem fylgdi Neil Armstrong og félögum um Öskjusvæðið, gaf gili þarna nafnið Nautagil, - ekki vegna nautgripa, heldur vegna þess að þar voru astronaut. En þarna er líka Drekagil og Ármann Höskuldsson líkti gossprungunni í gær við glóandi Dreka. Kannski er þetta eldspúandi Drekinn. Það mætti kenna eldstöðina við hann." Fréttastofa hvatti almenning til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og eldunum og hafa fjölmargar tillögur borist. Flestir leggja til Drekahraun og þá vilja einnig fjölmargir kalla það Bárðarhraun. Meðal annarra tillagna má nefna Dómsdyngju, Bunguelda, Bárðarvoða, Drekaflæður, Holubungu, Skjálftahraun, Holuflæður, Míluelda, Drekahryggi, Flæðanda, Drekaborg, Fáfniselda, Urðardyngju, Þorleifsgíga, Drekakamb, Heljarhraun, Berggangshraun, Dyngjuhraun, Flæðahraun, Lekahraun, Gosa og Kristjánshraun. Fréttastofa hvetur almenning til að halda áfram að senda tillögur á netfangið frettir@stod2.is. Bárðarbunga Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Ýmsar tillögur hafa komið upp varðandi mögulegt heiti á nýju eldstöðinni. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, varpaði fram ýmsum hugmyndum og spurði hvort nú ætti að kalla þetta Holuhrauns- eða Holuelda. Hann nefndi að mögulega væri hægt að tengja eldstöðina við landnámsmanninn Bárð þar sem hraunið væri runnið undan Bárðarbungu. Þá kom gosið upp skammt undan Dyngjujökli og ekki langt frá Dyngjuvatni. „Gætu þetta verið Dyngjueldar og Dyngjuhraun? Hraunið er líka farið að flæða yfir svæði sem kallast Flæður. Gætu Flæðurnar orðið rót að nafni? Svo gæti kannski einhverjum dottið í hug hvort minnast mætti Apollo-geimfaranna sem þarna æfðu tunglferðir. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur, sem fylgdi Neil Armstrong og félögum um Öskjusvæðið, gaf gili þarna nafnið Nautagil, - ekki vegna nautgripa, heldur vegna þess að þar voru astronaut. En þarna er líka Drekagil og Ármann Höskuldsson líkti gossprungunni í gær við glóandi Dreka. Kannski er þetta eldspúandi Drekinn. Það mætti kenna eldstöðina við hann." Fréttastofa hvatti almenning til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og eldunum og hafa fjölmargar tillögur borist. Flestir leggja til Drekahraun og þá vilja einnig fjölmargir kalla það Bárðarhraun. Meðal annarra tillagna má nefna Dómsdyngju, Bunguelda, Bárðarvoða, Drekaflæður, Holubungu, Skjálftahraun, Holuflæður, Míluelda, Drekahryggi, Flæðanda, Drekaborg, Fáfniselda, Urðardyngju, Þorleifsgíga, Drekakamb, Heljarhraun, Berggangshraun, Dyngjuhraun, Flæðahraun, Lekahraun, Gosa og Kristjánshraun. Fréttastofa hvetur almenning til að halda áfram að senda tillögur á netfangið frettir@stod2.is.
Bárðarbunga Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira